Laugardagur, 22. maí 2010
Grínið trompar spillinguna
Varðstaða gömlu flokkana um óbreytt ástand gekk upp í þingskosningunum síðast liðið vor vegna þess að mótmælaframboðið Borgarahreyfingin hafði ekki tiltrú kjósenda. Gömlu flokkarnir ætluðu að endurtaka leikinn í sveitarstjórnarkosningunum og halda áfram eins og ekkert hefði í skorist.
Spilltu stjórnmálamennirnir sem þáðu stórfé frá auðmönnum og braskararnir sem eru með allt niðrum sig fjárhagslega héldu að hægt væri að sitja af sér umræðuna.
Svo kom grínið.
Vopnlausir stjórnmálaflokkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En það er annar möguleiki í boði. xE er nýtt framboð venjulegra reykvíkinga sem eru ekki tengdir gömlu framboðunum né heldur með fíflalæti eða grín.
Sif (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 18:17
Hefurðu ekki frétt af útgáfu rannsóknarskýrslu Alþingis? Gæti það ekki skipt máli?
Margrét Sigurðardóttir, 22.5.2010 kl. 18:47
Fúlasta alvara.
Sævar Einarsson, 22.5.2010 kl. 19:54
Þegar vel gékk hjá fjórflokknum þá var viðkvæðið að enginn ætti neitt inni í pólitík. En núna snýst áróður fjórflokksins um, að þeir einir geti stjórnað borginni. Kjósendur sýna þeim rauða spjaldið og kjósa X-Æ
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.5.2010 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.