Stærstu mistök ríkisstjórnarinnar

Starfsstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir veturinn 2009 virkaði. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. sem tók við eftir kosningar þá um vorið virkar ekki. Í hverju liggur munurinn? Jú, starfsstjórnin var lágstemmd í samræmi við aðstæður og gaf sér það meginverkefni að gangverk þjóðfélagsins tikkaði áfram.

Maíkosningarnar 2009 voru afbrigðilegar sökum þess að þjóðin var í taugaáfalli. Engu að síður töldu Jóhanna, Össur og Steingrímur J. að þau hefðu fengið umboð til að bylta íslensku samfélagi með ESB-umsókn, fyrningarleið í sjávarútvegi og fleira í þeim dúr. Vinstraþríeykið mislas þjóðina herfilega og situr uppi með andúð og sílækkandi gengi.

Eftir maíkosningarnar í fyrra vildi þjóðin uppgjör við hrunið og varkára framtíðarsýn. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. stendur sig illa í uppgjörinu og býður upp á helför til Brussel. Það eru stærstu mistök ríkisstjórnarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það er akkurrat málið,hún veit ekki  hvað hún er að kalla yfir þjóðina.

Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband