Magma heldur Íslendinga hálfvita

Orka í þágu þjóðar er yfirskrift heilsíðuauglýsingar frá Magma sem birtist í báðum dagblöðunum í dag. Magma eignast ekki HS Orku í þágu þjóðarinnar heldur í þágu fjárfesta. Forstjóri og talsmaður Magma, Ross J. Beaty, er sagður rað-braskari í tímaritsviðtali sem þýðir að hann setur upp fyrirtæki á sínu sérsviði og selur þau hæstbjóðenda.

Beaty kann vel við sig á mörkum stjórnmála og viðskipta, þar sem spilltir stjórnmálamenn koma við sögu og græðgisvæddir meðhlauparar. Orkudeild  Íslandsbanka sótti Beaty til Íslands þegar aðrir fjárfestar brugðust. Árni Magnússon fyrrum ráðherra fer fyrir landssöludeild Íslandsbanka en fyrrum félagar Árna eru menn eins og Hannes Smárason í FL-group og Jón Ásgeir Baugsstjóri.

Veðsettur bæjarstjóri er einn hlekkur í Magma-keðjunni. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur sýnt sig hneigðan til gullgrafarahugsunar og fellur því eins og flís við rass Magma.

Þjálfaður meðhlaupari útrásarauðmanna, Ásgeir Margeirsson, stýrir Magma á Íslandi. Ásgeir var næstráðandi í OR en gekk þaðan í þjónustu útrásarauðmanna í Geysir Green.

Þegar haft er í huga hvað Íslendingar hafa komið við sögu Ross J. Beaty er honum nokkur vorkunn að halda að þjóðin sé hálfvitar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Í færslunni um veðsettan bæjarstjóra komst þú með fullyrðingar sem þú hefur ekki getað staðið við. Af hverju svarar þú ekki í hvaða braski Árni á að hafa staðið?

TómasHa, 22.5.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband