Ríkið gefur útrásarþjófum meðgjöf

Ríkisstjórnin er ruslahrúga. Á skarnhaugnum róta útrásarþjófar og hirða opinberar eigur sem ríkisvaldinu er treyst fyrir. Aumingjaháttur ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. er slíkur að þjófarnir fá meðgjöf úr opinberum sjóðum.

Ríkisstjórnin er einangruð í Magma-málinu. Samfylkingin í Reykjanesbæ ályktar gegn braskinu, þingflokkur Vinstri grænna er í uppnámi og Framsóknarflokkurinn stendur vaktina fyrir almannahagsmuni.

Samtök afneitara, SA, fagna braski sem og bæjarstjórinn í Reykjanesbæ sem er hrifinn af kúlulánum og veitir ekki af aukinni veltu í von um að geta greitt upp skuldir. Að öðru leyti þegir Sjálfstæðisflokkurinn. Líklega bíða menn eftir því að öflugur talsmaður í orkumálum stigi fram, til dæmis Guðlaugur Þór Þórðarson.

Magma hyggst bera fé á sveitarstjórnir á Suðurlandi til að kaupa orkuréttindi. Tilboðið staðfestir enn og aftur braskaraeðli skúffufyrirtækisins.

Íslendingar eiga betra skilið en ruslfólkið sem á að heita trúnaðarmenn almennings.


mbl.is Magma fær 14,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það sem spilar stærstu rulluna er hlutskipti Framsóknar, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingar en þau stýra öllu í umræddum sveitarfélögum sem og mynda hinn óhefðbundna meirihluta þegar til þarf. Þegar Reykjavíkurborg gekkst við 100 milljarða ábyrgð vegna Kárahnjúkavirkjunar þá reyndi á hinn óhefððbundna meirihluta sem saman stóð af klofnum R-lista og Sjálfstæðisflokki. Framkvæmdarvaldið fær ekki völd sín nema að hafa löggjafarvaldið á bak við sig. Hérna eru það flokkar sem mynduðu meirihluta á árunum 2002-2008 og keyrðu þjóðfélagið í þrot. Þú ættir að athuga þennan tengil um það hvernig nefnd alþingis um erlenda fjárfestingu á Íslandi höndlaði málið. Þar kemur hinn óhefðbundni meirihluti í ljós S-D og B.

Andrés Kristjánsson, 19.5.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband