Ríkisstjórn fyrir útrásarbófa

Eftir 45 ár, þegar Jóhanna Sig. verður 113 ára gömul, heimsækir hún væntanlega Reykjanesbæ til að óska íbúum til hamingju að vera lausa úr klóm Magma sem fékk sérstakt leyfi ríkisstjórnarinnar árið 2010 að smyrja ofaná orkureikningana til 45 ára í stað 60 ára. Eflaust er Jóhanna Sig. að rifna úr stolti að hafa náð þeim feikna árangri að takmarka tjónið.

Ríkisstjórnin gengur erinda útrásarbófa. Geysir Green er gjaldþrota fyrirtæki í eigu Íslandsbanka, þar sem fyrir á fleti er Árni Magnússon fyrrum ráðherra. Geysir Green selur hlut sinn í HS Orku til Magma en þar er fyrrum forstjóri Geysis Green, Ásgeir Margeirsson sem var hægri hönd forstjóra OR þegar útrásarvæðing orkunnar hófst.

Á bakvið Magma eru íslenskir útrásarbófar, það á bara eftir að svæla þá út. Kanadíski eigandi Magma er í sama hlutverki og Al Thaini sem ,,keypti" hlut í Kaupþingi - en reyndist útsendari eigendanna til að halda uppi hlutabréfaverðinu. Árni Magnússon orkufursti Íslandsbanka kann svona fléttur.

Til að tryggja opinbera aðkomu og stuðning Sjálfstæðisflokksins er Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar hafður með í för en Árna sárvantar skotsilfur eftir kúlulánaævintýri sem endaði illa.   

Röklegar skýringar á framferði ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. eru engar. 


mbl.is Vilja viðræður við Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband