Bæjarstjóri staðinn að lygum

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ er staðinn að lygum í Magma-málinu. Í gær gaf Árni Þór Sigfússon út fréttatilkynningu um að Reykjanesbær kæmi hvergi nærri kaupum á sænska skúffufyrirtækinu á HS Orku. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að bærinn lánar skúffufyrirtækinu tæpan helming kaupverðsins.

Árni Þór er í slagtogi með kúlulánafólki að svæla til skúffufyrirtækis almannaeigur. Ósvífnir viðskiptahættir bæjarstjórans eru í takt við útrásarsiðleysið sem kom okkur á kaldan klaka.

Í heilbrigðu og eðlilegu samfélagi stjórna menn eins og Árni Þór ekki bæjarfélögum.


mbl.is Opinber fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum að horfa á þverpólitíska spillingu og Árni er alls ekki einn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 08:52

2 Smámynd: Friðrik Jónsson

Þeir hafa lært vel aðferðir útrásarvíkinga veðlaus kúlulán,ég hefði samt viljað sjá hverjir raunverulega standa bakvið þessa kaupendur,eru þetta að einhverju leiti íslenskir aðilar sem þola ekki lengur dagsbirtuna?

Friðrik Jónsson, 18.5.2010 kl. 09:27

3 identicon

Fréttin er einfaldlega röng!

Ég get svo svarið það að ég þurfti að tékka hvort þetta væri ekki alveg örugglega morgunblaðið sem ég var að lesa þegar ég sá þetta í morgun.  Hélt um tíma að þetta væri Fréttablaðið, svo villandi var fréttin.

Sigurgestur Guðlaugsson (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 10:59

4 identicon

Hvað er rangt við fréttina? Reykjanesbær veitti seljandalán til GGE þegar félagið keypti HS Orku hlutinn í fyrra. Ástæðan fyrir því var væntanlega að GGE gat ekki fjármagnað kaupin með hefðbundnum hætti - eigið fé eða bankalán. Kaup Magma á hlut GGE fela m.a í sér að seljendalánið færist til Magma.

 Það er þetta sem kemur fram í frétt Mogga. Hvað er rangt Sigurgestur?

Þórólfur (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 11:27

5 identicon

ömurlegt að horfa uppá þennan langdregna einleik við að rústa Keflavíkinni

með hundakógík Davíðs Oddsonar að leiðarljósi. Vilja Keflvíkingar virkilega fara

fram af hengifluginu, eins og allt hefur farið sem sú óheillakráka hefur komist

með puttana i, með aðstoð frá sínu húmó crimmó professional liði.

Robert (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 12:02

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég held að menn séu að missa sig yfir röngum staðreyndum. Magma er ekki að fá lán eða fjármögnun frá Reykjanesbæ. Magma yfirtekur skuld sem er við Reykjanesbæ. Reykjanesbær er ekki aðili að þessum kaupum. Þetta eru í raun kaup milli tveggja erlendra aðila þ.e. Magma sem kaupir af eigendum Glitnis sem enginn veit hverjir eru. Þar sem enginn getur samið við þessa gömlu eigendur um raforkuverð til álvers í Helguvík er þetta stórt framfaraskref í átt að því að eitthvað fari að gerast í þeim málum og atvinnuleysi fari þannig minnkandi í Reykjanesbæ.

Ég held að þetta upphlaup snúist frekar um það hjá VG en mikilli ást á Hitaveitu Suðurnesja. Allavega voru bæjarfélög með vinstri stjórn fljótust allra að selja hæstbjóðandi eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja á sínum tíma. VG sér þarna fram á að geta síður hindrað álversframkvæmdir núna og vilja því öskra hátt á þann einstakling sem ötulast hefur unnið að framgangi þess þ.e. Árna Sigfússyni.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.5.2010 kl. 15:30

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Páll segir: "Í heilbrigðu og eðlilegu samfélagi stjórna menn eins og Árni Þór ekki bæjarfélögum."

Ég er viss um að ég tala fyrir munn flestra Suðurnesjabúa þegar ég segi nóg komið af niðurtali til íbúa Suðurnesja. Við erum ekki annars flokks þegnar heldur duglegt fólk sem er að reyna að kljást við miklar birgðar og áföll í atvinnulífi síðustu ára þrátt fyrir mikinn mótbyr. Ég held því fram að sínu verst þeirra hafi verið tilkoma þessarar Ríkisstjórnar og hroki þessara vinstri elítu sem virðist hafa náð öllum undirtökum í fjölmiðlum. Svei ykkur.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.5.2010 kl. 16:26

8 identicon

Adda!hvaða Árna Þór er þú að minnast á þarna,?.Þetta eru frekar röklausar og máttlausar færslur hjá þér Adda.Þetta er ekki viturlegt að fá skúffufyrirtækið Magma til liðs við okkur og hvað þá að ræna okkur með aðstoð siðspillts bæjarstjórans í  Reykjanesbæ.Adda ertu sátt við vinnubrögð Magma,að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð til að komast yfir auðlindir Íslands.? Mikið andskotans klaufar var þessi Ríkisstjórn annars að hafa ekki komið í veg fyrir þessa hneysu.

Númi (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 20:57

9 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Númi, úr því sem komið var þá er ég ánægð með þessa sölu. Hinn kosturinn er að hafa HS Orku fasta í gíslingu Glitnis og einhverra óljósra eigenda hans. Við Suðurnesjamenn þurfum og verðum að fá álverið og kýsilverið í gang, pronto.

Ef þessi gjörningur leysir þetta er hann af hinu góða. Ég skil ekki hræsnina sem felst í því að sækja um inngöngu í ESB þar sem nýútgefin skýrsla um framtíðarsýn talar um sameiginlega hagstjórn frá Brussel og sameiginlegar auðlindir. Skiptir máli hvort fyrirtækið sem eignast HS Orku og fær að leigja auðlindirnar er Kanadískt eða Evrópskt?

Hver sá sem á HS Orku þarf að leggja mikla peninga og áhættu fram á næstu mánuðum og árum. Slíkar áhættufjárfestingar eiga ekki að vera í eigu almennings. Reykjanesbær varði veiturnar og það er aðal atriðið. Ef Magma stendur sig ekki getur íbúi einfaldlega skipt um söluaðila með einu símtali. Suðurnesjamenn byggðu með framsýni þetta fyrirtæki. Ef þeir eru sáttir við þessa lausn er það þeirra mál.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.5.2010 kl. 22:07

10 identicon

Tel mjögsvo ólíklegt að Suðurnesjamenn almennt og það meirihlutin sé ekki ánægður með þessa sölu. Ásgeir Margeirsson forstjóri Magma,fyrrum starfsmaður OR er ekki allur þar sem hann er séður,þar fer úlfur um í sauðargæru.

Númi (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband