Mánudagur, 17. maí 2010
Samtök afneitara fagna orkuútrás
Huldufyrirtækið Magma er kanadískt og í eigu manns sem þekktur er fyrir brask. Til að komast í HS Orku undir formerkjum EES-samningsins stofnaði Magma skúffufyrirtæki í Svíþjóð.
Það er deginum ljósara að á bakvið Magma eru auk útlenska braskarans nokkrir Íslendingar sem ætla að taka snúning á eigum almennings hér á landi í anda útrásarinnar.
Og auðvitað fagna Samtök afneitara endurtekinni ruglvæðingu.
Fagna kaupum Magma á hlut í HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða Íslendingar eru það?
Þórarinn (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 15:19
Páll, hvernig í ósköunum á eiginlega að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang ef allir sem stunda viðskipti eru útilokaðir, að þínu mati vegna brasks? Er ekki nóg að ríkisstjórnin gerir allt sem hún getur til að bregða fæti fyrir framkvæmdir, þarft þú endilega að taka undir með þessum afturhaldsseggjunum?
Það mætti kannski spyrja hverja þú telur nógu hreina til að stunda viðskipti?
Ungbörn og örvita?
Ragnhildur Kolka, 17.5.2010 kl. 15:19
Þetta eru landráð,
Þetta er glæpur gagnvart framtíðaþegnum Íslands.
Hlutabréfaverðið hefur hækkað um 2.72% frá því að kaupin voru tillkynnt.
http://moneycentral.msn.com/detail/stock_quote?Symbol=CA%3AMXY
Braskararnir græða á auðlindum Íslands!
Jónsi (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 15:23
Hjól atvinnulífsins eru í góðum gangi, Ragnhildur. Við þurfum ekki nýtt Al Thaini-rugl til að smyrja gangverkið hjá okkur.
Páll Vilhjálmsson, 17.5.2010 kl. 15:25
Meiri fjandans fögnuðurinn, er ekki hægt að fá eina "fagnaðarmynd" með sömu 2007 frönsku skíðahótelsuppstillingu og birtist í DV í dag.
Sterkt fyrirtæki "my ass", skreytir sig með 18mw orkuveri í eyðimörk, engin framleiðsla hafin, enginn rekstur, bara bókfært tap, síðast þegar ég kíkti á fjárhagsyfirlit Magma.
Tek undir með þér Páll, Ögmundur og fleiri. Hörmulegur dagur fyrir Suðurnes og Ísland allt.
Þori að éta hattinn minn að Magma er leppað af þeim aðilum, sem næstum tókst að sölsa GGE undir sig á sínum tíma.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.5.2010 kl. 16:37
Ekki efast ég um, Páll, að þessir liðlega 15 þúsund á atvinnuleysisskrá séu þér þakklátir fyrir að upplýsa um góðan gang á hjólum atvinnulífsins.
En varðandi þetta nýja Al-Thani mál, getur maður fengið að vita hver tók að sér hlutverk Kaupþings? Með Hreiðar bak við lás og slá, Sigga stuck í London og Jásgeir staur fer að verða fátt um fína drætti í Gangland.
Ragnhildur Kolka, 17.5.2010 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.