Meira en 32 milljarða skattur á Suðurnesjamenn

Kaup sænska skúffufyrirtækisins Magma á HS Orku væri efni í útrásarsápu þar sem koma fyrir kúlulánabæjarsjóri með allt niðurum sig í einkafjármálum sem opinberum, forstjóri sem eina stundina vinnur fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, þá næstu fyrir Geysir Green og loks fyrir sænska skúffufyrirtækið. Á bakvið tjöldin er glottandi fyrrum ráðherra sem er búinn að koma sér fyrir í endurreistum banka til endurtaka útrásarleikinn.

Útrásarsápan er því miður ekkert fyndin. Braskarar er eiga núna HS Orku og þeir munu leggja sérstakan orkuskatt á Suðurnesjamenn til að fá 32 milljarða króna tilbaka og hagnað að auki.

Bæjarstjórafíflið og forstjóraflakkarinn munu selja kjósendum bullið á þeim forsendum að þeir ætli að búa til ný verðmæti úr HS Orku. Það eru takmörk fyrir því hversu almenningur er auðtrúa.


mbl.is Ræddu við lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þarf að lesa með gjallhorni niður á Hafnargötu.  Lesa eins og skýrsluna, skiptast á um að lesa, aftur og aftur.

Georg O. Well (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 11:34

2 identicon

Er þá ekki bara spurning um að Suðurnesjamenn skipti um raforkufyrirtæki?

Ætti að vera einfalt mál

Ólinn (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 11:56

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það þarf að stoppa þetta og skoða oní kjölinn stjórnarklíkuna í reykjanesbæ,það er eitthvað mikið falið.

Friðrik Jónsson, 17.5.2010 kl. 12:22

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Beittur og góður!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.5.2010 kl. 12:35

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hvaða bull er þetta enn og aftur. Árni Sigfússon og Reykjanesbær er ekki að selja neitt! Þessi hlutur er í eigu GGE sem er í eigu banka sem er í eigu erlendra fjárfesta. Þessi hlutur er löngu farinn í eigu erlendra aðila. Nú vitum við alla vega hver á þetta og að þeir ætli í framkvæmdir og virkjanir svo skapa megi meiri atvinnu á Suðurnesjum. Ef VG er svona á móti þessu af hverju komu þeir þá GGE ekki undan áður en þeir seldu kröfuhöfum bankann? HS ORKA ER ÞVÍ FYRIR LÖNGU KOMIN Í EIGU ÚTLENDINGA.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 17.5.2010 kl. 13:07

6 identicon

Allt í boði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Alveg með ólíkindum að fólk skuli hafa geð í sér að styðja þessa tvo flokka.

Valsól (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 14:05

7 identicon

Adda Þorbjrög þú veist það alveg eins vel og aðrir að upphaf þessarar sölu má rekja til Sjálfstæðisflokksins. Ömurlegt þegar þessi frjálshygguruglukollar vilja afneita barni sínu.

Valsól (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 14:07

8 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Valsól, ég er ekkert óánægð með þessa sölu. Ég vil miklu frekar að þetta sé í höndum Magma með forkaupsrétti Íslenska Ríkisins heldur en í eigu vogunarsjóða og annarra eigenda bankans. Þegar Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp til að fullnægja samningum EES höfðu öll önnur bæjarfélög en Reykjanesbær selt hæstbjóðandi sinn hlut. Rnb og meirihluti Sjálfstæðismanna þar vildi halda HS Veitum til hagsbóta fyrir Suðurnesjamenn. Ekki er verið að selja neina auðlind heldur nýtingarrétt og Rnb fær leigugreiðslur af því. Enn og aftur Rnb er ekki að selja þennan hlut í HS Orku, þið eruð að því með því að leyfa þessum eignahlut að renna til erlendra eigenda GGE.

Valsól ert þú ekki SF maður? Ég veit ekki betur en að í framtíðarskýrslu ESB 2010 ti 2030 sé ætlunin að gera ríkjabandalag úr ESB þar sem verður sameiginleg fjárlög og auðlindirnar verði sameign. Þessi skýrsla finnst hér í eldra bloggi Páls Vilhjálms fyrir neðan. Ef þið viljið fara í ESB en ekki selja auðlindir hvernig fær þetta staðist?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 17.5.2010 kl. 14:15

9 identicon

Þekkir Páll einhvern, sem á 32 milljarða króna og vill ekki taka við ávöxtun á þeim? Athyglisvert, að hann skuli telja með Suðurnesjamönnum: 1) álver í Helguvík, 2) metanverksmiðju í Grindavík, 3) gagnaver á Ásbrú... Stefnan var mótuð fyrir nokkrum árum, þegar ríkið seldi hlutabréf sín og sveitarfélögin mest af sínum bréfum, nema helzt Reykjanesbær. Erfitt er að trúa, að Magma sé lakari kostur en Baugsliðið, sem þá "átti" GGE.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 14:54

10 identicon

Eins og íslenskum ráðamönnum og athafnamönnum hefur tekist til seinustu árin, þá er kannski bara tími til að við gefum útlendingum tækifæri til að stjórna fyrirtækjum hérna. Vonandi eru þeir ekki siðblindir spilltir eiginhagsmunaseggir eins og margir hér á landi.

Auðvitað er það slæmt að við missum fyrirtæki til útlendinga, en því miður þá eru íslendingar eiginlega sjálfum sér verstir. Á meðan restin af hagkerfunum í heiminum eru að byrja að vaxa, þá er ísland enn með neikvæðan hagvöxt, gjaldeyrishöft, og gríðarháa vexti. Við þurfum að taka okkur saman í andlitinu, byrja að ræða málin á hærra plani, og koma okkur saman um leið út úr kreppunni. Sú sundrung sem er þjóðfélaginu í dag hjálpar ekki!

Bjarni (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 20:37

11 identicon

Spilling lifir

Þetta reddast

Kjaftæði

Bara opna hugan og mótmæla

Spilling lifir ekki þar sem fólk er vakandi

en það eru flestir sofandi

Spilling lifir

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband