Mánudagur, 17. maí 2010
Arion banki furðar sig
Arion banki hleypti Baugsfjölskyldunni að Högum eftir að fjölskyldan missti reksturinn vegna óráðssíu. Í stað þess að selja reksturinn lét Arion banki óreiðufólkið stýra rekstrinum áfram. Baugsfjölskyldan launaði traustið með því að nota fjármuni Haga til að halda uppi öðru félagi fjölskyldunnar, 365-miðlum. Yfir 90 prósent af auglýsingafé Haga rennur til 365-miðla.
Arion banki virðist beinlínis hvetja til þess að 2007-viðskipti haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Bankinn setti Sigurjón Pálsson af öllum mönnum í stjórn Haga. Sigurjón er mágur forstjóra 365-miðla, Ara Edwald.
Netmiðillinn AMX hefur fjallað um undarlegar ráðstafanir Arion banka í málefnum Haga og Baugsfjölskyldunnar. Arion sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem bankinn furðar sig á áhuga AMX á þessu viðfangsefni.
Stjórnendur Arion banka eru ekki jarðsambandi.
Athugasemdir
Hvað áttu eiginlega við með að Sigurjón "hafi af öllum mönnum" verið settur í stjórn Haga?
Eins og fram kom í skýringu Arion er Sigurjón ekki stjórnarmaður í Högum. Hann er áheyrnarfulltrúi. Þú virðist ekki alveg skilja muninn þarna á milli.
Þekkirðu síðan Sigurjón? Miðað við þessa yfirlýsingu hlýturðu að þekkja hann fyrst að þú getur dæmt um að hann sé ekki rétti maðurinn í stöðuna? Eða er hann bara vanhæfur af því hann er mágur Ara?
Er ekki Arion síðan að selja Haga í opnu söluferli? Arion banki er búinn að eiga félagið í ca 3 mánuði - hvernig hefðu þeir geta selt félagið á þeim tíma.
Alltaf leiðinlegt þegar menn koma fram með órökstudda sleggjudóma.
Sólmundur (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.