Laugardagur, 15. maí 2010
Aldrei fleiri Norðmenn á móti ESB
Andstaðan við inngöngu Noregs í Evrópusambandið hefur aldrei mælst sterkari. Í nýrri skoðanakönnun eru 56,9 prósent Norðmanna á móti inngöngu. Aðeins 30,3 prósent segjast hlynnt inngöngu. Ríkisstjórnin í Noregi hefur sagt að ekki komi til greina að sækja um inngöngu í ESB nema mælingar sýni afgerandi stuðning þjóðarinnar við inngöngu yfir lengri tíma.
Mælingar síðustu fimm ára sýna Norðmenn staðfasta í afstöðu sinni og tryggur meirihluti er fyrir fullveldi landsins.
Andstaðan gegn aðild Íslands hefur á síðustu árum mælst milli 55 - 65 prósent. Síðasta mæling sýndi slétt 60 prósent á móti aðild að ESB en aðeins 24,4 prósent fylgjandi.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. gengur í berhögg við afgerandi þjóðarvilja með því að halda umsókninni um aðild að Evrópusambandinu til streitu.
Athugasemdir
Andstaða Norðmanna er af tölvert öðrum ástæðum en Íslendinga, aðallega vegna sameiginlegrar fiskveiðalögsögu við aðrar þjóðir, til dæmis Rússa, þetta gerir málin miklu flóknari en til dæmis Íslands, sem hefur sína lögsögu hringinn um landið og engir aðrir með puttana þar í. Til dæmis fyrir fáum dögum var undirritaður í konungshöllinni í Oslo samningur útaf umdeildu fiskveiðilögsögusvæði milli Rússa og Norðmanna við hátiðlega athöfn, forseti Rússa kom sjálfur með föruneyti að þessu, þarna var verið að leysa 40 ára hatramma deilu á milli þjóðanna, þetta var mikil hátíðarstund. Ef síðan EU bættist í þetta, yrði allt í uppnámi óleysanlegt í tugi ára, eða allsekki.
Robert (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 12:59
Róbert þú ætti endilega að kynna þér þetta kort
http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Frettamyndir/landgrunnsk_hatton_rockall.jpg
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.