Föstudagur, 14. maí 2010
Evrópa brennur, Össur þangað
Efnahagslegur fasismi tröllríður húsum í Brussel, segir dálkahöfundur Telegraph sem er málgagn Íhaldsflokksins breska sem nýtekin er við völdum þar í landi. Krafa framkvæmdastjórnarinnar um að fjárlagagerð þjóðfríkja þurfi samþykki Brussel hleypir illu blóði í evrópska pólitík.
Evrópa er í ljósum logum og það þarf verulega brenglaða pólitíska dómgreind að halda íslenskum hagsmunum þjónað með umsókn um ESB. Illu heilli sitja Íslendingar uppi með utanríkisráðherra sem hyggst naga þröskuldinn í Brussel þótt innan stokks séu brunarústir einar.
Bara ef Jón myndi sjá ljósið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ljósið sem Össur talar um er þá bara bjarminn af eldunum!
Gunnar Heiðarsson, 14.5.2010 kl. 16:09
Hef eiginlega alltaf verið hliðhollur EU ( EBS) umsókn. Ástæðan var einföld; einhver verður að halda í hendina á óvitanum. En núna finnst mér að við ættum að slá allt á frest (auf Eis legen), eins í Þjóðverjar segja. En ekki getur það nú verið skemmtilegt verkefni að vera utanríkisráðherra Íslands í dag. Land sem í augum margra er orðið „pariah state“.
Þá er nú blessaður maðurinn hann Össur ekki allt of spennandi.
Getur ekki einu sinni verið snyrtilegur til fara.Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.