Miðvikudagur, 12. maí 2010
Jón Ásgeir á framfæri Arion banka
Öll sund eru lokuð Jóni Ásgeiri Baugsstjóra; kyrrsetning eigna heima og erlendis auk skattakrafna og málssóknar. Arion banki er aftur á móti dyggur stuðningsmaður Jóns Ásgeirs og leyfir honum að stýra fákeppnisveldinu Högum.
Jón Ásgeir launar ábyggilega Arion banka ríkulega það traust sem bankinn sýnir honum.
Óskað eftir kyrrsetningu hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og þakkar skilanefnd Landsbankans fyrir starf sitt og ofurlaun sem stjórnarformaður Iceland stores!
Steinþór M. (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:30
Finnur og stjórn Arion hljóta að fara að hugsa sinn gang. Það fer að hitna undir öllum þeirra gerningum frá hruni. Ólafur Ólafs hlýtur að verða saksóttur til jafns við hina dólgana og Jóhannes í Bónus er vitorðsmaður glæpaverka og þar af leiðandi sekur um samsæri.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.5.2010 kl. 15:39
Það er vissara að tala varlega um þessa "klíku viðskiptamanna" sem ákært er fyrir samsæri um að ræna Glitni í þágu eigin fyrirtækja og sjálfra sín, því hver sem andar á þessa menn, gætu átt yfir höfði sér kærur fyiri meiðyrði og skaða á "viðskiptavild" þeirra.
Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2010 kl. 15:44
Mig grunar að ef þessir föðurlandsvikara og landráðsmenn reyni að kæra einhvern borgarann fyrir að segja sannleikann þá muni engin lögregla geta verndað þá.
Það eru margir sem misst hafa allt sitt að bíða eftir framvindu atburða sem eru í gangi þessa daganna og ef þessir svikarar og þjófar sleppa við dóm þá verða þeir að svara til manna sem misst hafa allt sitt.
Tómas Waagfjörð, 12.5.2010 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.