Þriðjudagur, 11. maí 2010
Erfðamengi útrásarinnar
Feðgar og bræður eru áberandi gerendur í útrásinni. Baugsfeðgar, Wernersbræður, Björgólfsfeðgar, Existabræður, Sigfússynir; systkinin Hreiðar Már og Þórdís Sigurðarbörn sýna að kvenleggurinn er ekki undanskilin - móðir þeirra var með í Kaupþingsviðskiptum með syninum en Þórdís hjá Baugi/Dagsbrún.
Rannsókn á erfðamengi útrásarfjölskyldna gæti leitt í ljós sameiginleg eðliseinkenni. Tilgátur um hroka, undirferli, mannfyrirlitningu og hneigð til ofsóknaræðis koma til greina.
Kannski er hægt að finna þjófagenið. Nóbelsverðlaun eru veitt af minna tilefni.
Athugasemdir
Sýnir þessi staðreynd ekki fyrst og fremst að þetta lið var aldrei að leita að færu fagfólki sér við hlið í útrásina heldur að fremur illa hæfum ættingjum og kunningjum sem það gat treyst til þess að þegja og skipta sér ekki af ólöglegum og siðlausum aðgerðum?
Matthías (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 11:14
Hver væru þá sameiginleg eðliseinkenni, fjölmiðlamanna, leikara, stjórnmálamanna osfrv. / Sennilegast eru fjölmiðlamenn með einkenni hinnar heilögu kúar.
sigrunvala (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 11:51
Úr DV
Brauð og bæn
Gréta Sigurðardóttir, móðir Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, rekur gistiheimili á Laufásvegi 1 á Stykkishólmi sem hún kallar Bænir og brauð.
Móðir Hreiðars varð landsfræg fyrir meira en tíu árum síðan þegar hún var dæmd fyrir að hafa stolið milljónum af sjóklæðagerðinni Max en hún vann þar sem gjaldkeri. Síðan þeir atburðir gerðust í lífi Grétu hefur hún orðið mjög trúuð, líkt og nafnið á gistiheimilinu ber með sér.
Nú er spurning hvort Gréta verði bænheyrð þegar hún biður fyrir syni sínum, en hann er einn af hinum grunuðu í rannsókn sérstaks saksóknara á efnahagshruninu. Ólíklegt er hins vegar að Gréta muni líka biðja Guð um brauð fyrir Hreiðar enda var hann skattakóngur Rekjavíkur 2008 og án vafa sterkefnaður enn þrátt fyrir kreppuna.
LO (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.