Mánudagur, 10. maí 2010
Ellihrum eins árs stjórn
Ríkisstjórnin er eins árs og komin að fótum fram. Rás atburða er hröð og tíminn skilur ríkisstjórn Jóhönnu Sig. eftir í rykmekki. Ríkisstjórnin býr ekki að neinni framtíðarsýn, ESB-helförin er í óþökk þjóðarinnar og norræna velferðin Steingríms J. er hærri skattar.
Umræðan um endurnýjun stjórnarinnar er að skipta út ráðherrum. Engir ráðherrar breyta þeirri staðreynd að ríkisstjórnin hefur lifað sjálfa sig. Stjórn Jóhönnu Sig. á ekkert erindi við íslenskan samtíma.
Hækja ríkisstjórnarinnar er vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins sem stefnir hraðbyri í hatrömm innanflokksátök í stað þess að gera upp við eigin fortíð.
Ríkisstjórnin verður ekki tveggja ára.
Athugasemdir
Þetta er ríkisstjórn spillingar og öfga.
Næst versta ríkisstjórn Íslandssögunnar.
Skipuð m.a. ráðherrum sem þáðu mútur af glæpamönnum.
Hvar annars staðar á Norðurlöndum myndi almenningur sætta sig við að spillingaröflin sitji sem fastast í ríkisstjórn og á þingi?
Enda ber almenningur enga virðingu fyrir Jóhönnu og Steingrími, hvað þá hinum liðleskjunum og spillingardólgunum.
Með þessum ófögnuði ljúka sem fyrst.
Karl (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 20:56
Ríkisstjórnin mun lafa, vegna þess að enginn annar kostur er í stöðunni. Samfylkingin veit hún byði afhroð ef kosið yrði fljótlega og Steingrímur ætlar að hanga á roðinu hvað sem það kostar.
Það er nú heldur ekki girnileg tilhugsun, að fá Sjálfstæðisflokkinn að kjötkötlunum á næstunni.
Eini kosturinn væri utanþingsstjórn sem sett yrði til átta ára áður en kosið yrði næst. Vandinn er hinsvegar sá, að takist henni vel upp, er fjórflokkurinn dauður og þá áhættu tekur enginn flokkspólitíkus. Það þyrfti því alvöru byltingu fólksins í landinu, sem ég hef ekki trú á að verði.
Dingli, 10.5.2010 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.