Föstudagur, 7. maí 2010
Drengirnir ósnertanlegu
Handtaka Hreiðars Más Kaupþingsstjóra dældar hugmyndina um ósnertanlegu drengina sem voru snjallir í viðskiptum en kannski eilítið óheppnir. Almenningur vissi fyrir löngu hvað klukkan sló; útrásarauðmennirnir eru illa gerðir einstaklingar, lygnir, þjófóttir og hégómlegir.
Á hinn bóginn grefur það undan tiltrú almennings á ríkisvaldinu að einn armur þess, ríkisstjórnin, stundir viðskipti við fugla eins og Björgólf Thor og Jón Ásgeir eins og ekkert hafi í skorist. Með því að umgangast útrásarauðmenn eins og heiðvirða einstaklinga veitir ríkisstjórnin þeim aflát. Annar armur ríkisvaldsins, ákæruvaldið, virtist fara ofurhægt í sakirnar - þangað til í gær. Og almenningi var létt.
Drengirnir ósnertanlegu ætluðu að ljúga því að okkur að þeir hafi aðeins stundað viðskipti en hvorki rænt banka innan frá né sólundað lífeyrissjóðum í þágu fjármálafíflsku. Þangað til í gær gekk drengjunum ágætlega að spinna lygavefinn enda eiga þeir marga hjálparkokka.
Athugasemdir
Þetta er gert til að friða lýðinn.
Fólki er svo gjörsamlega misboðið nú þegar upplýst hefur verið um spillinguna sem hér fær að þrífast, "styrkina" frá glæpalýðnum og samtrygginguna að nauðsynlegt hefur verið talið að slá á spennuna.
Þeir stóru munu sleppa.
Þeir njóta verndar skrílsins sem nú stjórnar landinu.
Auðmennirnir keyptu bæði flokkana og stjórnmálamennina.
Siðleysið innan Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er skjöldurinn sem glæpamennirnir treysta á.
Karl (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.