Miðvikudagur, 5. maí 2010
Grín er andóf
Stóru flokkarnir láta eins og tími iðrunar og yfirbóta sé liðinn og hversdagspólitíkin taki nú við. Fólk fær tækifæri með grínframboði Besta flokksins til að sýna Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu fram á að hvergi sé nóg gert í uppgjöri við útrásartímann.
Almenningur grípur fegins hendi möguleikann að taka heiðarlegt grín fram yfir alvöruleysi hrunmenningar S-flokkanna.
Klukkan tifar Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu.
Jón Gnarr og Hanna Birna best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að það sé nú alveg óþarfi að blanda borgarstjórnarmálum við ríkisstjórnarmál. Það að refsa Hönnu Birnu fyrir gjörðir annara sjálfstæðismanna er svipað og að refsa þér og mér með Icesave fyrir gjörðir fárra íslendinga.
Það verður að segjast að þetta er fyrsta borgarstjórnin í langan tíma sem má segja að hafi staðið sig mjög vel og unnið nánst gagnrýnistlaust. Það er alveg fáránlegt að fórna góðri borgarstjórn fyrir reiði nokkura pólitískrfa andstæðinga.
Axel (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 17:27
Ekki skal ég fullyrða að Hanna Birna hafi ekki staðið sig vel sem borgarstjóri.
En mætti ég samt biðja Axel að renna stoðum undir hans álitsgjöf.
Bara fáein dæmi, án langs máls.Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 19:24
Er andóf þá grín?
Andrés Magnússon, 5.5.2010 kl. 19:43
Málið er einmitt það Haukur að það sem einkennir góðann stjórnmálamann er að mistökin hans eru í lágmarki. Þetta snýst ekki um það þau "góðu verk" sem borgarstjórnin vinnur heldur er hlutverk borgarstjórnarinnar fyrst og fremst að sjá um rekstur borgarinnar og halda málunum í lagi. Góður borgarstjóri er sá sem að nær að spila rétt úr þeim spilum sem honum er úthlutað, semsagt sem við heyrum fáar neikvæðar fréttir um.
Spurningin er því miklu heldur: "Hvaða verk hefur hún unnið sem gerir hana að slæmum borgarstjóra?".
P.S. Auglóslega er ég þó ekki að beina þessari spurningu beint að þér sbr. fyrstu setningu þína.
Axel (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.