Eru nýríkir að ná þroska?

Myndarlegt framlag hjónanna Ingibjargar Kristjánsdóttur og Ólafs Ólafssonar til velgerðarsjóðs er vonandi til marks um vaxandi samfélagsvitund nýríkra Íslendinga sem hingað til hafa ekki haft orð á sér fyrir örlæti.

Virðingarvert er að sjóður hjónanna muni hvorutveggja styrkja verkefni hér heima og í þróunarlöndum. Af fréttinni má ráða að ætlunin sé að velja stuðningsverkefni af kostgæfni og styrkja þau alla leið sem er vísbending um að sjóðurinn sé ekki dulbúin auglýsingamaskína. Það hefur viljað brenna við að auðugt fólk sé í reynd að kaupa sér ímynd þegar það lætur fé af hendi í góðgerðamál.

Ræktarsemi Ólafs við átthagana, Borgarnes, er lofsverð og stuðningurinn við Landnámssetrið bæði til gagns fyrir héraðsbúa og þjóðina alla.

Bloggari býr í annari sveit, Seltjarnarnesi, og þar hafa ónefndir feðgar þann sið að sletta smápeningum hingað og þangað en gæta þess ávallt að fá auglýsingu á móti. Þar er ekkert heilagt. Í haust auglýsti safnaðarpresturinn verslun þeirra feðga í barnamessu.

 


mbl.is Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pall....Baugsmenn hafa hingað til ekki auglýst sig mikið þegar gefið er.....

Ólafur gaf 30 milljónir um daginn til Afríku og fékk heila opnu í mogganum, 15 mætti í kastljósið og ísland i dag o.fl.þh....og fékk gríðarlega auglýsingu. 

.Ólafur á yfir 100 milljarða króna....hann fékk að kaupa búbbann með viðskiptaráðherra sem hætti störfum til að taka þátt í einkavæðingu eigin ríkisstjórnar.

Síðan var VÍS tekið úr einkavæðingu Landsbankans og selt þeim félögum á 8 milljarða....þeir seldu 3 árum seinna á 28 milljarða.

 Svo keyptu þeir icelandair og svo hlut í straum Burðarás etc....

 allt þetta gerist á 5 árum......er ekki kominn tími til Palli minn að þú baunir soldið á þessa "velgengni" eins og þú gerir með Baugsmenn ?

Amk þurftu Baugsmenn að hafa fyrir hlutunum en þessir framsóknarmenn fengu þetta upp í hendurnar því ekki þurftu þeir að leggja út fyrir búbbanum kallinn.....og það er afrek að byggja upp veldi sem situr á nokkur hundruð þúsund milljónum eins og þeir gera á 5 árum....

en af einhverjum ástæðum þegir þú complett um þessa "götustráka".....er ekki hlutverk fjölmiðlamanna að segja sannleikann um alla ?  eða bara suma ?

og nei...tengist ekki Baug á nokkurn hátt vinur.ha det braa...

Jón Ásgeir (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 12:54

2 identicon

og svo má bæta við að partýið hans um helgina kostar um 10% af þessari upphæð palli minn...bara hljómsveitin kostar 1 milljón dollara og er flogið í einkaþotu til íslands.

bara til að setja hlutina í samhengi....

Jón Ásgeir (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 12:58

3 identicon

Ég viðurkenni faglegan vanmátt minn og andlega fátækt, sé ég að misskilja eitthvað, ég er jú aðeins bifvélavirki. Mér sýnist hins vegar að ekki sé verið að gefa eitt eða neitt, nema kannski einhverjar glataðar vaxtatekjur og þá glötuð fjárfestingatækifæri með þeim tekjum. En jákvæðar auglýsingar fyrir fólk kosta sitt, skki síst þegar það sama fólk hefur staðið í mannorðsniðurbrjótandi málaferlum við nágranna sína í Staðarsveit árum saman.

Það er enginn milljarður gefinn. Hann er settur í sjóð sem þau hjón stjórna sjálf, þannig að þeim er í sjálfsvald sett hversu lengi þessi milljarður, heill eða í hlutum, er látinn liggja þar inni. Það eru vaxtatekjur þessa sjóðs sem þau hjón hyggjast "gefa" til góðgerðar- og velferðarmála. Og hvaðan koma svo þessir vextir? Vextir myndast vanalega af bankainnistæðum og ég geri, í einfeldni minni, ráð fyrir að hér sé um að ræða þess konar vaxtatekjur. Bankarnir borga sem sagt þessa vexti, 100-150 milljónir á ári. Af hvaða peningum borga bankarnir þessa vexti? Væntalega af innkomu sinni. Hver er innkoma bankanna? Líklegast vextir af útlánum, ekki satt?

Það skyldi þó ekki vera að ég væri sjálfur að borga minn hluta nefndra 100-150 milljóna, með afborgunum mínum af bílalánum, húsnæðislánum, Yfirdráttum, dráttarvöxtum og fleiri þeim gjöldum sem ég verð að sætta mig við að greiða af því ég á ekki milljarð í banka?

Hver gaf hvað?

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 13:56

4 identicon

Er þetta blogg athvarf nöldrara og niðurrifsseggja?  Voðalega hlýtur lífið að vera leiðinlegt hjá þeim sem hafa svona neikvæða heimsmynd.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 14:03

5 identicon

Voðalega hlýtur þér að líða illa.  Að telja eitt góðverk betra en annað. Sættu þig við það að almenningur, þ.e. þeir sem hafa innan við 500.000 mánuði, telur að Baugur sé eitthvert besta fyrirtæki sem landið hefur átt.

Birkir Rúnar (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband