Hönnun nýrrar forréttindastéttar

Launamál Seðlabankastjóra verður að skoða í samhengi við nýja valdastétt í landinu. Vinstrimenn ætla sér að fitna í embættum ríkisins næstu árin. Samningar við Seðlabankastjóra eiga að opna leiðina fyrir aðra embættismenn að hækka í launum.

Seðlabankastjóri er vel meðvitaður um það sem í húfi er. Í Kastljósviðtali sagði hann að laun undirmanna gætu þurft að lækka gangi málin ekki fram með þeim hætti sem áætlanir gerðu ráð fyrir.

Forréttindastétt vinstriflokkanna er í mótun og seðlabankamálið er angi af þeirri vinnu. Mótunarferlið átti að fara leynt enda ekki gert ráð fyrir að launataxtar hækki almennt. Sumir eru jafnari en aðrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þetta er trúverðug greining hjá þér Páll. Að nú ætli sjálftökuliðið hjá ríkinu að gefa duglega á jötuna.

Hreinn Sigurðsson, 4.5.2010 kl. 08:06

2 identicon

Mjög rétt hjá þér, Páll.

Nú er komið að vinstri mönnum að mergsjúga lýðinn í krafti spillingar.

Þetta sannar að enginn munur er á íslenskum stjórnmálaflokkum.

Hugsjónir ráða þar engu heldur leita ákveðnar manngerðir eftir frama í stjórnmálum.

Þar eru spillingin og hrokinn helstu persónueinkennin.

Ég held að raunveruleg hætta sé á því að Íslendingar glati öllu trausti á lýðræðinu.

Það kemur ekki á óvart.

"Norræna velferðarstjórnin" rekur sennilega síðasta naglann í líkkistuna.

Það spillta og óhæfa fólk hefur nú þegar unnið óbætanlegan skaða.

Karl (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 08:13

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Meira að segja fyrrverandi Seðlabankastjóri sem skammtaði sjálfum sér hátt á þriðju milljón króna ( sex milljónir á núgengi) skrifar hæðnislegar fyrirsagnir í leiðara til að draga athyglina frá sér og snýkjudýrseðli sinna manna.

Undir þetta taka núna "hinir bestu menn" sem gefur mér það á tilfinninguna að slíkir menn séu ekki til frekar en annað sem til sóma mætti verða þessari andlega brotnu þjóð sem bíður eftir að Godot komi og bjargi henni. Á meðan verður leikritið eftir því.

Gísli Ingvarsson, 4.5.2010 kl. 08:58

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Norræna velferðarstjórnin rær því öllum árum að útrýma millistéttinni í landinu og breikka bilið milli ríkra og fátækra meira en nokkru sinni fyrr.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.5.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband