Sunnudagur, 2. maí 2010
Pressan, málgagn auðmanna
Pressan.is er málgang auðmanna. Málsvörn fyrir Kaupþingseigendur birtist reglulega í málgagninu og upp á síðkastið fær Jón Ásgeir Baugsstjóri sérmeðhöndlun til að sýna fram á að í raun sé hann fórnarlamb en ekki gerandi.
Björn Ingi Hrafnsson er eigandi málgagnsins en hann fékk frægt sms frá Jóni Ásgeiri þar sem Binga var hrósað fyrir stærsta díl Íslandssögunnar þegar eigum Orkuveitu Reykjavíkur var slakað til útrásarauðmanna.
Bingi er sniðugur strákur. Til að klæða málgagn auðmann í feluliti hefur hann skríbenta á sínum snærum sem finnst gaman að láta taka sig í rassgatið. Hver myndi til dæmis trúa að Hannes Hólmsteinn skrifaði í málgagn auðmanna?
Athugasemdir
Áááts, hnífbeitt og hætt við að sjálfur HHG emji sárt.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.5.2010 kl. 21:15
Ekki alveg sammála eftir aðsenda grein Eyglóar Þóru Hardardóttur sem kom á Pessunni núna
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 2.5.2010 kl. 22:56
Mér finnst nú ómálefnalegt að draga endaþarminn á HHG inn í umræðuna, nóg hefur hann þurft að þola.
Maður út í bæ (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:15
Svo að frelsi til þess að tjá sig í ræðu og riti er bara fyrir suma eða hvað ?
Þú virðist allavega leggja þetta út þannig að auðmenn megi ekki skrifa eða tjá sig yfir höfuð án þess að það kasti rýrð á þann miðil sem að það kýs að nota til birtingar á skrifum ?
Pressunni, eins og öllum öðrum fjölmiðlum á Íslandi, hlýtur að vera í sjálfsvald sett hvað þeir kjós að birta. Alveg eins og lesendum er í sjálfsvald sett hvort að þeir lesi viðkomandi miðla eða taki efnistök þeirra trúanleg.
Það er t.d. ástæða fyrir því að heimsóknum inn á mbl.is hefur fækkað mjög snarlega sl. mánuði (ef að rýnt er í gögn frá Modernus vefmælingum sést það t.d. ansi glögglega).
Jón H. Jakobsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:18
Löngum hefur maður undrast þann hitasóttarkennda samsærisþvætting sem þessi bloggsíða hefur boðið upp á en þegar boðið er upp á dónaskap og persónuníð í ofanálag þá kárnar gamanið og nú læt ég það vera héðan í frá að kíka ofan í klóakið. Takk fyrir mig.
Kristján B. Jónasson, 3.5.2010 kl. 09:24
Götumál er kjarnyrt en fer ekki alltaf vel í rituðum texta. Ég bið lesendur afsökunar á neðanbeltislíkingunni í þessari færslu, það hefði mátt koma athugasemdinni á framfæri án líkingarinnar.
Páll Vilhjálmsson, 3.5.2010 kl. 09:39
Pressan er fyrir auðrónana og mogginn fyrir stjórnmálaskúrkinn alræmda.
Valsól (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 09:40
Það er marg búið að benda á það hér í bloggheimum að Jón Ásgeir eigi eflaust Pressuna, enda koma mjög sjaldan færslur um hann þar nema jákvæðar. Einnig er það staðfest að Jón Ásgeir borgar laun Jóhann Haukssonar og ef hann var tilbúinn að borga Þórhalli til að fara af ruv þá spyr maður sig hverjum er hann búinn að borga í Kjastljósinu núna því ekki taka þeir á neinum málum sem varða Jón Ásgeir og hans fjölskyldu. Hér er allt að hrynja og þeir eru enn í einhverjum dægurmálum og fá rithöfunda og leikara til að ræða mál vikunnar etc.
nafnlaus (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 10:00
Sammála. Ekkert nema málpipa auðróna. Alltaf fundist það.
Gisli (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 11:28
...og svo mætti spyrja nafni, hvort þú hefðir einhverskonar bakland fjárhagslega..eða hvort þú ert frjáls og óháður, með sjálfskapaða andstyggð á Baugi og öllu sem þar er nálægt?
Palli (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 11:49
Pressan málgagn auðmanna ?
Getur verið, en hvað er þá málgagnið sem þú kýst að blogga á ?
LÍÚ tíðindi !
HG (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:59
Hannes skrifaði amk. í Fréttablaðið ef hann gerir það ekki ennþá? En eru einhverjir hægri menn sem telja hann vera einhverskonar málssvara fyrir þá? Ekki gerði Davíð neitt sem Hannes getur rakið til að hafa verið vegna hans áhrifa. Heldur þvert á móti, þá virtist hann taka ráð hans og breyta algerlega þveröfugt. Eins og Samfylkingin gerði alla tíð gagnvart Davíð. = Er Hannes laumu jafnaðarmaður?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.