Laugardagur, 1. maí 2010
Útrásarlík í lest S-flokka
Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Samfylking hafa með trúverðugum hætti hreinsað út forystulið sem er nátengt útrásaröfgum. Bæði Steinunn Valdís og Guðlaugur Þór sitja í flokksskjóli á þingi. Stjórnmálasannfæring þeirra var margseld fjármálastofnunum og hvorugt er trúverðugur talsmaður almannahagsmuna.
Í stað þess að standa að uppgjöri reyna flokkarnir að taka samtryggingarsnúning á trúnaðarbrestinn sem staðfestur er á milli stjórnmálaflokka og þjóðarinnar. Hugmyndir um samstjórn allra staðfestir að flokkarnir eiga ekkert erindi við almenning. Hvers vegna ekki að sameina alla stjórnmálaflokka í einn?
Grínframboð virka alvörugefin í samanburði við tragíkómedíu gömlu flokkanna.
Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ótrúlega rotin fyrirbæri þessir flokkar og aumkunarvert að hlýða á formenn þeirra reyna að fara fínt í sakirnar við að hlíðfa sínu spilta liði. Það er engin spurning Páll að þetta lið ætlar að hjóla áfram sama sömu torfæruna þrátt fyrir að boðið sé upp á nýjan og betri veg vð hliðina.
Gísli Foster Hjartarson, 1.5.2010 kl. 02:36
Hva? Gísli þeim finnst svo gaman að spóla.
Helga Kristjánsdóttir, 1.5.2010 kl. 04:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.