Fimmtudagur, 29. apríl 2010
Pólitísk lán til Jóns Ásgeirs
Enginn lánar Jóni Ásgeiri Baugsstjóra á viðskiptalegum forsendum. Maðurinn er með rekstrarlegar tætlur í höndunum, Haga og 365-miðla, og handónýtt mannorð. Lán sem Jón Ásgeir fær eru veitt á pólitískum forsendum.
Annað tveggja er að Jón Ásgeir hafi þau tök á pólitískum áhrifamönnum að þeir greiða enn götu hans eða að slíkur veigur þyki í málafylgju 365-miðla að stjórnmálamenn beiti sér fyrir hönd Jóns Ásgeirs og fái greitt með ritstjórnarlegum stuðningi.
Hver hættir ærunni til að lána Jóni Ásgeiri?
Jón Ásgeir fékk 440 milljónir króna að láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli gömlu vinirnir í Samfylkinguni séu ekki þarna á bak við ?
Ekki ræður Íhaldspakkið núna !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:38
Eigum við ekki byrja á því að gefa okkur að þetta sé milljarðurinn frá Pálma Haralds, bara með afföllum.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:54
Jón Ásgeir lánaði sér sjálfur. Hvernig ættu menn annars að koma stolnum gjaldeyri inn í landið aftur? Þó margir séu ekki með réttu ráði á Íslandi, þá er engin sem hefur aðgang að hálfum milljarði, svo vitlaus að lána honum það. Svo lítur þetta út eins og hann sé með alvöru stuðning í sig persónulega sem hann hefur ekki...það er engin nema hann á bakvið þetta lán. Gamalt trix.
Óskar Arnórsson, 29.4.2010 kl. 20:53
þarna þurfa ekki að vera neinir peningar þetta eru bara tvö bréf sem búið er að þinglýsa sem staðfesta að JÁJ skuldi handhafa bréfanna þessa upphæð.
Ég giska á að þetta sé gert til að reyna að koma þessum eignum undan
Guðmundur Jónsson, 29.4.2010 kl. 20:59
Í einum bakarofninum sunnan Sahara var okkur sagt að það þyrfti að smyrja,til þess að fá hlutina til að ganga. Þetta var svona hæverkst orð yfir að múta, þar. Ágætur Indverji, sem var lærður í viðskiptafræðum í London, með Afríku sem sérgrein, fræddi mig á því að þetta kerfi væri notað í allri Afríku. Ég sagði við hann að eftir að hann tók við stjórn mála þarna í málum okkar fyrirtækis, gengi mun betur, hvernig ferðu að þessu? Aðalatriðið í þessu kerfi, sagði Indverjinn, er að kunna að sjá út, hverja þú þarft að smyrja á.
Manni dettur í hug að Jón Ásgeir hafi tekið kúrs í London um kerfið í Afríku, kannski fleiri en hann, allavega virðast bankar, pólitíkusar, embættisfólk, og nefndu það, á ránfuglaskerinu, hafa tekið ástfóstri við múturnar, og kalla þær allskonar gælunöfnum, algengast virðist vera styrkir (til góðgerðarmála) Hitt er svo annað að í alvöru löndum þykir svona kerfi fjórða flokks, og hæfa aðeins bananalýðveldum. Hefur Ísland kannski orðið að einu slíku, á síðustu svona 20 árum?
Robert (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 21:07
Svarið er jú að þetta er bilað þjóðfélagstjórnunarkerfi hjá ykkur eins og öll yfirblokk/stjórnun Íslands var/er/ og verður án borgarauppgjörs sem kostar jú kannski mikið fyrir ykkur því miður
Jón Arnar, 29.4.2010 kl. 21:41
Jón skuldar svo mikinn pening - dettur ykkur ekki í hug að hann þurfi jú lán til að borga hin lánin sín :), svona eins og íslenska ríkið hefur þurft.
Engar áhyggjur Íslendingar þetta telst allt með eðlilegum hætti - og ef íslensku bankarnir lánuðu honum, þá er það bara svona til að framlengja hinu ótrúlega trausti sem AGS og norðurlöndin hafa sýnt Íslandi. Það þarf auðvitað að framlengja slíku ofurtrausti í gegnu réttar rásir, svona niður samfélagsstigann, ef svo má segja. Traustið lekur bráðum niður til ykkur littlu lambana, það tekur bara smá tíma, og svo fáið þið öll pínu kúlulán og afskriftir líka. Í smærri stíl, jú því þið eigið (=skuldið) minna.
Og svo er spurningin braut Ásgeir og lánveitandinn af sér... reynið að sanna það, suckers ha ha! Áfram ísland!
Eggert (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 22:48
Það er augljóst að Baugsfylkingin á framtíð sina undir Jóni Ásgeir að hann tali ekki. Hann á framtíð sína undir að hún hræðist það meira en nokkuð annað.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:22
"Here is the new boss. The same or worse than the old boss"
Davíð hefði þurft að vera við stjórn nú.
Ekki hefði hann lagst á kviðinn eins og nú er ljóst að Nornin gerir fyrir Jóni Ásgeiri.
Blóðug bylting er handan við hornið þar sem ófyrirgefanlegir hlutir munu verða framkvæmdir í heift og bræði.
Óskar Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 23:25
Þetta er málamyndagerningur til að redda Ingibjörgu eiginkonu Jóns fyrir horn með fasteignina. Það er augljóst.
Haraldur A.Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:36
Mætum með okkar spjöld og ritum boðskap til þessarar ríkisstjórnar,og sýnum svört á hvítu(spjöldum),að þessi vinnubrögð ganga ekki til lengdar.Ekkert annað en Byltingu þarf til að pólitíkusar(í öllum flokkum)skilji að almenningur er búin að fá nóg, notum 1 Maí til mótmæla og það mun ég gera.
Númi (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:38
Ég er friðsamur maður.
En síðustu vikur hafa sannfært mig um að hér þarf að gera byltingu.
Ekkert minna mun duga.
Karl (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 08:08
Já verjumst hættum bara að blogga og gerum eitthvað í málunum!
Sigurður Haraldsson, 30.4.2010 kl. 10:46
Hættum að skipta við fyrirtæki tengd þessum aðila! þannig virka mótmæli okkar best, ef þið kaupið að þeim eruð þið að borga margfalt það verð sem sett er upp með því að láta þessa þjófa valsa um kerfið áfram!
Sigurður Haraldsson, 30.4.2010 kl. 10:52
Ég er orðinn leiður á þessum mótmælum. Alltaf sama sagan og engin tekur eftir neinu. Við þurfum að prófa eitthvað nýtt og frumlegt. Kannski að umheimurinn myndi taka eftir fjölda sjálfsmorði á austurvelli?
Eða kannski fjölda hláturskast. Getum mætt með hláturgas.... og hlegið okkur í gröfina.
Eggert (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 22:52
Ég ætla að skrifa þetta í dagbókina mína sv ég gleymi ekki hvað ég þarf að gera í næstu viku: Mánudagur, klipping kl. 10.30 og sækja síðan skóna í viðgerð. Ná í Kalla frænda.og Kl. 14.oo taka þátt i fjöldasjálfsmorði á austurvelli og 17.45 að kaupa hláturgas fyrir alla sem koma á jarðarförina á laugardagin...
Óskar Arnórsson, 1.5.2010 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.