Fimmtudagur, 29. apríl 2010
Auðmenn fá aflátsbréf frá Jóhönnustjórninni
Björgólfur Thor keypti sér aflátsbréf hjá ríkisstjórninni með því að taka með sér samfylkingarfjárfesti í gagnaverið á Keflavíkurflugvelli. Kjördæmapotarar eins og Jón Gunnarsson skrifa undir aflátið með viðhorfum um að auður kaupi réttlæti.
Jón Ásgeir Baugsstjóri fær aflátsbréf frá Jóhönnustjórninni vegna þess að hann stjórnar enn fjölmiðlaveldi sem mylur undir ríkisstjórnarflokkana, Samfylkinguna sérstaklega. Til dæmis er Fréttablaðið helsti málssvari ESB-stefnu Samfylkingarinnar.
Undanþága auðmanna, sem ríkisstjórnin veitir, grefur undan réttarríkinu. Almenningur horfir upp á að stjórnvöld taka upp á arma sína stærstu efnahagsglæpamenn Íslandssögunnar. Ríkisstjórnin hefur dekkað borðið fyrir stórslys.
Svarar engu um hlunnindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi vinnubrögð við endurreisn íslensks samfélags eru áhyggjuefni. Siðrof milli þjóðarinnar og lykilmanna í viðskiptum voru mikið slys. Siðrof milli þjóðar og stjórnvalda er óbætanlegt slys.
Árni Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 09:05
Það er stór hætta á ferð ef ekki verður breyting á stefnu stjórnvalda og bankans!
Sigurður Haraldsson, 29.4.2010 kl. 12:25
Ríkisstjórnin boðar væntanlegt andlát sitt. Sér grefur gröf...
Fæ ekki betur séð en svo sé.
Árni Þór Björnsson, 29.4.2010 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.