Samfylkingarsiðferði; auðmenn teknir í sátt

Samfylkingin tekur útrásarauðmenn í sátt með frumvarpi fyrir gagnaver Björgólfs Thor. Aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttir, Hrannar B. Arnarson, gaf tóninn fyrr í vetur þegar hann lét þau boð út ganga að saman væri hvaðan gott kæmi.

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist skilja andstöðu við að stunda viðskipti við auðmennina sem komu landinu kné en hann er búinn að tileinka sér samfylkingarsiðferð: Auðmenn geta keypt sér fyrirgefningu með því að setja peninga í rétt kjördæmi.

Alþingi tekur útrásarauðmennina í sátt og heldur hlífiskildi yfir þingmönnum sem voru á spena auðmannanna. Með háttalagi sínu dæmir alþingi sig úr leik. Þingmenn eru einfaldlega siðlausir.


mbl.is Þingið kveður upp siðferðisdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hin stóra spurningin er náttúrulega hvort Verne Holding verður veitt undanþága frá gjaldeyrishöftunum til að nota aflandskrónur vegna fjárfestingarinnar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.4.2010 kl. 18:03

2 identicon

Nákvæmlega, Páll.

Nákvæmlega.

Rétt eins og glæpalýðurinn gat keypt stjórnmálamenn og flokka

getur hann keypt sér aflát í réttum kjördæmum.

Siðleysið í þessu landi er algjört.

Ég held að fleiri muni í fyllingu tímans flýja siðleysið en ömurleg lífskjör, forræðishyggju og stjórn pólitískra öfgamanna.

Karl (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 18:25

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ekki get ég með nokkru móti verið ósammála Páli í þessari "eldmessu". En ég ætla að halda því fram að alþingi sé mikilvægasta stofnun samfélagsins þrátt fyrir gallana. Það er eini staðurinn þar sem við höfum valið menn samkvæmt þeirri veikburða lýðræðisreglu sem kosningar eru. Þangað veljum við fólk sem endurspeglar siðferði þjóðarinnar og hæfileika til að takast á við erfið mál.

Kannski er áfellisdómurinn á alþingismenn líka áfellisdómur á okkur sjálf eða það stjórnskipulag sem við höfum valið okkur.

Það var sterk yfirlýsing formanns sjálfstæðisflokksin í síðustu viku að þingmenn væru fyrst og fremst fulltrúar einhverra hagsmunasamtaka. Þetta hefur enginn stjórnmálamaður sagt umbúðarlaust áður og ekki fær Bjarni að finna til tevatnsins. Þennan sannleika hefðu engir aðrir leiðtogar borið fram. Kjarkur Bjarna var kannski stundar óskammfeilni í ljósi þess að nú er "allt uppi á borðinu" ástand eftir skýrsluna. Þetta eru áhugaverðir tímar.

Gísli Ingvarsson, 28.4.2010 kl. 19:42

4 identicon

Glæpamenn geta keypt stjórnmálamenn og flokka.

Síðan geta þeir keypt sér aflát.

Og hverjir veita það?

Jú stjórnmálamenirnir sem glæpalýðurinn keypti.

Þetta er alveg galið.

Siðleysið er algjört.

Rósa (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 19:53

5 identicon

Ágæti Páll.

Leyfi mér að vekja athygli þína á því að Steinunn styrkjadrottning hyggst hvergi fara og halda áfram formennsku í allsherjarnefnd.

Mál sérstaks saksóknara heyra undir þessa nefnd.

Ég held líka breytingar sem á að gera á lögreglunni sem fela í sér mikinn niðurskurð.

Þessi styrkþegi glæpalýðsins verður því í lykilhlutverki þegar mál sem tengjast skipan lögreglu og framtíð auk efnahagsbrotum verða til umfjöllunar í þessari valdamiklu nefnd.

Ég tel að með þessu sé siðleysið fullkomnað.

Sem og firringin í þessu landi.

Hvar endar þetta?

Rósa (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 20:05

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það kemur að því að við hættum bara að blogga

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 21:24

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sammála þér Páll. Þetta er víst nýja siðbyltingin á Alþingi. Ótrúlegt sbr. pistil minn í dag sem er á sömu nótum og hér að ofan. 

Jón Baldur Lorange, 28.4.2010 kl. 21:32

8 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Ályktunin er rökrétt. Stjórnmálamenn og -kvinnur viðhafa siðlaust framferði, sýna hroka og fyrirlitningu fyrir hinum almenna vinnandi ríkisborgara .Fara með ósannindi og illa duldar lygar. Trausti rúin og trúnaður farin veraldar vegu

Við kusum þetta fólk á þing. -Nú er ekki tíminn að flýja land ,heldur skal með samstöðu koma þessu fólki frá embættum sínum. Þrífa af þeim silkihúfurnar og endurskoða störf stjórnmálaflokkanna utanfrá, ekki innanfrá eins og þeir vilja, áður en nýtt þing er skipað (heiðvirðu fólki).

Árni Þór Björnsson, 28.4.2010 kl. 23:25

9 identicon

Sammála þér Páll, þetta er ótrúlegt, úrkynjun held ég. því til sönnunar fannst mér tárin sem hrutu af hvörmum kerlingarinnar sem blekkti alla, alltof lengi, í beinni, greinilega sárþjáð yfir að hafa  ekki getað leikið leikinn til enda, allt átti að vera skothelt, og uppblúndað með feministabeljum á fremsta bekk.

Robert (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 23:43

10 Smámynd: Björn Emilsson

Það þarf ábyggilega talsvert hugrekki til að mæla þessum svokölluðu útrásarvíkingum bót. En eitt er víst að Icesafe vefbankinn er sennilega eitt snjallasta viðskiptafyribæri í seinni tíð. Var bara á röngum stað og röngum tíma,eins og sagt er. Icesafe bankinn féll á tíma heimskreppu og skorti á lagalegu umhverfi. Gagnaverið mun færa Island ínní nútímann.

Lofum því að dafna.

Björn Emilsson, 29.4.2010 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband