Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Ríkisniðurgreidd ESB-umræða
Samtök iðnaðarins hafa um árabil staðið fyrir umræðu um Evrópusambandið á forsendum aðildarsinna. Upplýsinga- og kynningarstarf Samtaka iðnaðarins er fjármagnað með iðnaðarmálagjaldi sem Mannréttindadómstóll hefur dæmt ólögmætt.
Samtök iðnaðarins hyggjast fá bætt gjaldið með beinu framlagi úr ríkissjóði.
Engin sátt verður um það að Samtök iðnaðarins fái framlag úr ríkissjóði til að stunda áróður fyrir ESB-aðild nema sambærilegir fjármunir verði látnir renna til þeirra sem standa fyrir kynningu á fullveldissjónarmiðum í Evrópuumræðunni.
Iðnaðarmálagjald andstætt félagafrelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Furðuleg sjónarmið ......
Solla Bolla (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 17:29
Ekki er eðlilegt að sjá drauga hvar sem er, nú útgerðarmenn greiða líka félagsgjöld og eru þau greidd með sama hætti. Þau eru talin vera rekstrar-kostnaður. Þar með eru launamenn að greiða félagsgjöld útgerðarmannsins með sinni vinnu.
Þetta er siðlaust með öllu.
Útgerðarmaðurinn á auðvitað ef allt er rétt, að greiða sín félagsgjöld með sínum launum.
Kristbjörn Árnason, 27.4.2010 kl. 17:38
Já er ekki gott að hafa svona stofnun í Evrópu til að leita til! En hvað ætli Mannréttindadómstóll Evrópu segði um hinn fullkomlega ríkisstyrkta áróður Bændasamtakanna gegn ESB viðræðum?
Örn Úlfar (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 20:32
Þetta er svona svipað og þegar ASÍ rekur áróður fyrir Samfylkinguna. Ég er ekki viss um að allir Iðnrekendur séu hrifnir af ESB frekar en að allir verkamenn séu í Samfylkingunni. Týpískt dæmi um foringja veldi í íslensku samfélagi sem tekur sér völd og áhrif án umboðs.
Guðmundur St Ragnarsson, 27.4.2010 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.