Orsakir hrunsins...

...má rekja til landnáms. Ef norrænir menn hefðu aðeins horft til suðurs og austurs á áttundu og níundu öld væru Færeyjar ekki byggðar sjóveikum Norðmönnum og Ísland ekki fundist fyrr en löngu seinna af Hollendingum, Spánverjum eða Bretum.

Aðeins bláeygum mönnum norrænum dytti í hug að hægt væri að gera hér samfélag. Evrópumenn nær meginlandinu myndu í besta falli gera Ísland að verstöð.

Og fái Samfylkingin ráðið verður leiðréttur sögulegur misskilningur um að Ísland geti fóstrað samfélag. Í Evrópusambandinu verðum við reiknuð niður í meðaltal álfunnar og eftir það nennum við ekki búsetunni á Fróni enda fæst meira fyrir ESB-styrkinn sé hann leystur út á suðlægari slóðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Páll,

Þegar djúpt er skoðað, má örugglega finna orsakasamband við landnám, þegar útlægir rónar og ribbaldar ruku til sjávar, tóku nokkra þræla með sér í leiðinni, og hentu út öndvegissúlum, líklega í ölæði, (gullæði) og tóku land á Íslandi. 

Nær í tíma, vil ég rekja þetta til stofnun SÍS fyrir 100 árum, sem var stofnað af aðþrengdum bændum til höfuðs dönskum einokurum, sem seldu okkur úldið mjöl.  SÍS var göfug hugsun upp að því marki, að þeir sem völdust til æðstu stjórnar töldu sig meiri en aðrir. 

Þarna byrjaði helvítis sjálftakan og einkavinavæðingin.  Kolkrabbinn tók sig saman til höfuðs þessari spillingu (göfugt markmið) , en spilltust sjálfir, að sjálfsögðu. 

 Síðan komu nokkrir "ólærðir götustrákar" sem lærðu EBITDA þulu utan af, og settu Ísland á hausinn á 5 árum.  Á meðan Smokkurinn og Kolkrabbinn voru enn uppteknir af "mitt og þitt" syndróminu!

Það var hins vegar þessi setning sem var hvatinn af párinu að þessu sinni.

"Evrópumenn nær meginlandinu myndu í besta falli gera Ísland að verstöð"

Það var einmitt þessi verstöðvar tenging, sem fyrrverandi ritstjóri MBL (sem ég ber prýðilega virðingu fyrir) skrifaði í leiðara á miðjum tíunda áratugnum, og þessi setning er greipt "Ísland er verstöð á á að vera það áfram".  Yðar einlæg mótmælti þessu náttúrulega, og úr því urðu ágætis umræður við sjálfan leiðarahöfund. 

Svo....   rökfræðin segir mér, ef menn halda enn við sannfærinu sína, að þetta falli  ágætlega að skoðun fyrrv. ritstjóra MBL fyrir 15 árum! 

Bláeygu mennirnir, gerðu Ísland að verstöð, gáfu svo fáeinum útvöldum fjólubláeygðum réttinn til hráefnisöflunar. 

Afsaka málæðið enn og aftur!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.4.2010 kl. 04:02

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

.... og niðurstaðan; íslenskir Evrópusinnar vildu þá  og vilja kannski  enn??  gera Ísland að verstöð! 

En ekki ég!  þó ég kæri mig kollótta um ESB styrki, sem fylgja pakkanum, þá er heitasta óskin sú að Íslendingar geti búið við sæmilegan stöðugleika í efnahagsumhverfi sínu nær og fjær. 

Náttúruöflin sjá svo um hitt fjörið!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.4.2010 kl. 04:21

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Loksins er orsakasamhengið rakið að upprunanum
Það er öllu verra að lýstur ásetningur Samfylkingarinnar er réttur.

Haraldur Baldursson, 28.4.2010 kl. 08:13

4 Smámynd: Oddur Ólafsson

Kynþáttahyggjan í þessum pistli kemur leiðinlega á óvart.

Oddur Ólafsson, 28.4.2010 kl. 09:14

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe okkur þessum brúneygu niðjum írsku þrælanna finnst gaman að lesa þetta spjall! Haldið áfram....!

Baldur Hermannsson, 28.4.2010 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband