Sunnudagur, 25. apríl 2010
Flokksmútur, Gulli, Björn og Baugur
Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins bjó til bix í kringum Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hann var stjórnarformaður. Bixið gekk út á að hleypa útrásarauðmönnum í almannaeigur OR. Í staðinn áttu útrásarauðmenn að fjármagna Sjálfstæðisflokkinn. Með því að stjórna fjármögnun Sjálfstæðisflokksins ætlaði Guðlaugur Þór jafnframt að skipa þar til sætis.
Upp komst um strákinn Tuma og flokkurinn varð að endurgreiða illa fengið fé úr bixi Gulla.
AMX vekur athygli á öðrum þætti í stjórnmálastarfi Guðlaugs Þórs. Hann tók að sér herför gegn Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra sem var auðmönnum, einkum Baugi, óþægur ljár í þúfu. Fyrir kosningarnar 2007 fékk Guðlaugur Þór 25 milljónir króna til að fella Björn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór ætti að íhuga önnur störf en þau sem eiga í orði kveðnu að vera í þágu almennings.
Athugasemdir
Þessum manni þarf að henda út af þingi, og það strax. Það sést á svipnum á honum hversu spilltur hann er.
Elias h Gudmundsson, 25.4.2010 kl. 14:05
Satt að segja hefur mér sýnst Guðlaugur vera með frambærilegri þingmönnum. En þessi mál segja manni að hann er það ekki. Hann á að finna sér eitthvað annað starf við hæfi.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 14:19
Ástandið hjá Sjálfstæðisflokknum gerir ekki annað en að versna - nema skemmdu eplin verði tínd í burtu.
Atli Hermannsson., 25.4.2010 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.