Jón Ásgeir Baugsstjóri er prófsteinninn

Prófsteinn á getu nýs bankastjóra Arion er hvernig hann tekur á málefnum Haga, sem er afgangurinn af hrundu Baugsveldi. Forveri Höskuldar fékk viðurnefnið fávísi eftir að hann studdi Jón Ásgeir til áframhaldandi stjórnar á Högum, vegna þess að Jón Ásgeir og familía væru ,,traust".

Banki sem ætlar sér viðskiptavild almennings getur ekki gefið útrásarauðmönnum skuldhreinsaðar eignir á silfurfati. 

Haga á að taka frá hrunliðinum sem keyrði félagið í þrot. Högum á að skipta upp og selja fjölskrúðugum hópi kaupenda. Þar með legði Arion eitthvað af mörkum til samfélagsins.


mbl.is Höskuldur H. Ólafsson ráðinn bankastjóri Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sammála þessu Páll. Högum verður að skipta upp svo samkeppni eigi einhvern séns. Eins er það grátlegt að vera neyddur til að versla við Bónus með gallbragð í munni vegna þess að þeir eru búnir að drepa samkeppnina.  Ef Fjarðarkaup settu upp markað miðsvæðis í Reykjavík mundu allir flykkjast þangað. Ekki spurning

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.4.2010 kl. 17:32

2 identicon

Jóhannes, þegar þú ferð í Bónus ertu að versla við Arion banka.

itg (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 18:21

3 identicon

Er það verra, ITG?

IGT (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 18:45

4 identicon

IGT! nei það hlýtur að vera betra ekki satt.

itg (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband