Einstaklingurinn, þjóðin og sjálfstæðisstefnan

Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem texta frá stofnun flokksins 1929 var hnikað til. Umræður um breytinguna hafa verið nokkrar en engin skýring fengist á þeim. Hér er  umrædd klausa úr ályktun flokksráðs nýliðna helgi.

Grunnstef Sjálfstæðisflokksins byggist á víðsýnni umbótastefnu á grundvelli jafnréttis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta að leiðarljósi.

Frumútgáfa þessa texta er  enn á heimasíðu flokksins, undir dálkaheitinu Um flokkinn,  og hljómar á þennan veg

Þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust árið 1929 undir merkjum nýs flokks,  Sjálfstæðisflokksins, var kveðið á um tvö meginatriði sem flokkurinn skildi hafa að leiðarljósi. Annars vegar var því lýst yfir að undanbragðalaust yrði að vinna að því að landið yrði sjálfstætt þegar skilyrði væru til þess samkvæmt sambandslögunum. Hins vegar sagði að flokkurinn ætlaði: „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“

Ítrekað er að hér fari grunntexti sjálfstæðisstefnunnar og segir í beinu framhaldi: ,,Þessi kjarnyrta stefnuyfirlýsing hefur fylgt flokknum allar götur síðan og verið hans leiðarljós."

Flokksráðsfundurinn virðist ætla að breyta leiðarljósi flokksins. Einstaklingurinn og þjóðin víkja en inn kemur jafnrétti.

Hrunið orsakaðist meðal annars af hjarðhegðun ungs fólks sem alið er upp í þeirri jafnréttishugsun að illa gerðu fólki sé jafnvel treystandi og öðru til að fara með forræði í rekstri og mannaforráð.

Þegar flokksráð Sjálfstæðisflokksins gerir eina af forsendum hrunsins að pólitík endurreisnar er kominn upp grundvallarmisskilningur um orsök og afleiðingu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er reyndar frekar ískyggilegt mál. Hver tók að sér upp á sitt einsdæmi að breyta stefnuskrá stærsta stjórnmálaflokks landsins? Og hvers vegna? Þetta eru annarleg vinnubrögð og rýra traust flokksins enn frekar.

Baldur Hermannsson, 23.4.2010 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband