Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Jón Ásgeir gerist grátkona
Auðmennirnir sem stóðu að hruninu væla til sín samúð í von um að einfeldningarnir sem féllu fyrir oflæti útrásarauðmanna sjái á þeim aumur. Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, skrifar grein í Fréttablaðið, sem Jón Ásgeir á og lætur gjaldþrota matvörukeðju halda uppi með auglýsingafé, en hann fær að stjórna matvörukeðjunni í umboði Arion banka.
Greinin er ekki skrifuð til að játa heldur vekja samúð. Jón Ásgeir skrifaði grein Morgunblaðið í árslok 2008 undir yfirskriftinni Setti ég Ísland á hausinn? - og svaraði auðvitað neitandi. Fyrr í þessum mánuði hótaði Jón Ásgeir fjármálaráðherra undir rós.
Í Fréttablaðinu í dag er Jón Ásgeir ekki með derring heldur væl. Hann er mest sorrí yfir Glitni, bankanum sem hann rændi innan frá. Honum leiðist ekki ránið heldur að hafa verið svo vitlaus að kaupa FL-Group sem óvart átti Glitni.
Eftir hrunskýrslu rennur upp fyrir Jóni Ágeiri að torsóttara verður að fá fyrirgreiðslu hjá íslenskum fjármálastofnunum þegar opinber skýrsla útskýrir hvernig hann rændi banka innan frá. Greinin í dag tilraun til að játa yfirsjónir til að greiða fyrir viðskiptum. Tilvera Jóns Ásgeirs snýst um það sama og á útrásartímum; græða á einfeldningum.
Missti iðulega sjónar á góðum gildum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki alveg dæmigert 2010?
Agla (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 10:01
Foringi glæpalýðsins.
Skelfilegur maður.
Ömurleg grein.
Karl (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 10:04
Mér þætti gaman að heyra hvernig Jón Ásgeir ætlar að hjálpa til við að byggja upp landið! Ef hann ætlar að gera það með því að vinna heiðarlega vinnu sem greiddur er eðlilegur skattur af, gefa allt sem hann fær umfram lágmarks framfærslu til fjölskylduhjálpar eða barnaspítalans og selja allt sem hann á umfram það sem kemst fyrir í venjulega innréttaða 80 fermetra blokkar í búð. Ferðast með strætó og lifa lífi þeirra sem lifa á lámarks launum, þá er ég sáttur. Ef hins vegar, hann ætlar að stunda viðskipti af meiri krafti en áður, bið ég guð og landvættina að hjálpa Íslenskri þjóð!
Merkúr (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 10:52
Ég er alveg miður mín yfir að hafa verið svona vondur við þessa elsku....
Hver ætli hafi samið textann? Jón Ásgeir skilur ekki hvað þýðir "að draga fjöður yfir", og hvað þá að stafsetja?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:46
Hvenær í veröldinni ætlar Samfylkingin að hætta að vera besti vinur Jón Ásgeirs?
Ætlar Steingrímur að hætta að nudda augun?
Þetta er agaleg skelving að hafa þetta vinstra lið yfir sér sem hefur valið ríku fínu vini sína svona líka ekki skynsamlega.
jonaskeri (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:52
Þessi gaur hótar ekki undir rós! Hann hótar undir kaktusum og brosköllum!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.4.2010 kl. 14:15
Hann er aumingi og verður aumingi hann á ekkert inni hjá okkur það erum við sem eigum hjá honum!
Sigurður Haraldsson, 22.4.2010 kl. 14:24
Hver þarf óvini sem eignast slíkan vin ?
Halldór Jónsson, 22.4.2010 kl. 20:41
Er ekki einhverstaðar sagt að batnandi mönnum sé best að lifa.... spurning hvort þessi tár séu krókodílatár eða annað.
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.