Blairismi og baugsfylking

Blairisminn sem Jóhanna Sig. gerði upp við á flokksstjórnarfundi Samfylkingar í gær var forsenda þjónkunar Samfylkingarinnar við baugsveldið. Blair viðraði sig upp við kaupsýslumenn í Bretlandi en samfylkingarútgáfan var að mylja undir ósvífnustu viðskiptahætti Íslandssögunnar.

Samfylkingin tók slaginn með Baugi þegar reisa átti skorður við fjölmiðlaveldi Baugs með fjölmiðlalögum 2004. Samfylkingin tók þátt í málsvörn Jóns Ásgeirs baugsstjóra sem byggðist á að hann væri lagður í einelti af Davíð Oddssyni forsætisráðherra.

Þegar Samfylkingin gagnrýndi Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk fyrir helmingaskipti var það í þeim eina tilgangi að fá spillingarkvótanum skipt í þrennt; þannig gæti Samfylkingin fengið sitt.

Lengstan hluta líftíma síns hefur Samfylkingin verið í þjónustu auðmanna. Flokkur með þá fortíð á enga framtíð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Fortíð þessa flokks er byggð á lygum. Vonandi rætist úr honum í framtíðinni, en það verður þá að gerast undir forystu nýrra og betri manna.

Baldur Hermannsson, 18.4.2010 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband