Uppgjör án afleiðinga er merkingarlaust

Hrunið varð vegna óhófs og hömluleysis. Þorgerður Katrín með 1700 milljónir króna, segi og skrifa seytján hundrað milljónir króna, skuld vegna persónulegra fjármálasnúninga  er hvorki trúverðugur varaformaður flokks sem ætlar sér hlut í endurreisn þjóðlífsins né þingmaður í þágu almannahagsmuna.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að taka á honum stóra sínum ef flokkurinn ætlar að mæta almenningi í kosningabaráttu sem verður án efa áður en núverandi kjörtímabili lýkur. Gott gengi í skoðanakönnunum verða fljótt falsvonir ef Sjálfstæðisflokkurinn sýnir ekki fram á að hann hafi hvorttveggja lært af pólitískum mistökum liðinna ára og axlað ábyrgð með því að útrásarlitaðir forystumenn víki.

Þorgerður Katrín ber meginábyrgð á myndun hrunstjórnarinnar undir forsæti Geirs H. Haarde. Varaformaðurinn leiddi Samfylkinguna til öndvegis í landsmálum enda Þorgerði Katrínu og Ingibjörgu Sólrúnu vel til vina. Þorgerður Katrín er ein meginástæðan fyrir taugaveiklun sem greip Sjálfstæðisflokkinn eftir hrun þegar Samfylkingin komst upp með að stjórna flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins; ákveða að það skyldi haldinn landsfundur og að Evrópumál ættu að vera þar á dagskrá. Þorgerður Katrín tók undir Evrópusjónarmið Samfylkingarinnar vitandi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi margítrekað að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins.

Útrásaróhófið og Brusselvegferðin eru greinar af sama pólitíska meiði. Að baki liggur ævintýramennska og glámskyggni á raunveruleg verðmæti. Útrás og ESB-umsókn verða til þegar fólk gleymir að forræði á eigin málum krefst ráðdeildar og forsjálni. Stórar hugmyndir löðrandi í peningum eru pólitísk Nígeríubréf og þeir sem falla fyrir slíkum brellum eiga ekkert erindi í forystu móðurflokks íslenskra stjórnmála.

 


mbl.is Vilja að varaformaðurinn víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru órúlegar setningar:"Útrásaróhófið og Brusselvegferðin eru greinar af sama pólitíska meiði. Að baki liggur ævintýramennska og glámskyggni á raunveruleg verðmæti." þeir sem vilja láta taka sig alvarlega verða að forðast innihaldslaust orðaglamur. Sammála því sem sagt er um Þorgerði Katrínu. Hún verður að segja af sér og þau hjón eiga að mæta fyrir dómstóla.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 09:11

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Bjarni Ben er næstur út. Það er ekki hægt að skifta um báðar toppstöðurnar í einu. Meira að segja ég skil það. Sé samt ekki fyrir mér Stjána Júl í formannsembættinu enda hvorki innvígður né innmúraður. Það verður að leita annað á næsta flokksfundi.

Gísli Ingvarsson, 17.4.2010 kl. 09:41

3 identicon

Ótrúlegt hvað þú dregur oft rangar niðurstöður.  Það liggur fyrir að megin orsök hrunsins liggur hjá Sjálfstæðisflokksins og það er ekki Sf að kenna að Sjálfstæðisflokkurinn var lamaður þegar mest reið á, bæði vegna þess að afleiðingar frjálshyggjunar blöstu við og ekki síður að forystan var lömuð vegna þess að skuggi fortíðar (DO) hélt flokknum í herkví. Brusselvegferðin og útrásin eiga ekkert sameiginlegt, nema síður sé. Þessi staða sem við eru í í dag, er einmitt dæmi um hvernig fer þegar þjóðremba, einangrunarhyggja og takmarkalaust sjálfálit fer saman.

ET (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 11:51

4 identicon

ET.  Hefurðu lesið skýrsluna? Segir skýrslan ekki afar skýrt að orsök hrunsins liggi fyrst og fremst í stjórnun og hjá eigendum bankanna?  Var Sjálfstæðisflokkurinn eigandi þeirra?  Frjálshyggjan sem þú vitna í var í boði Baugfylkingar (Alþýðuflokksins) með innleiðingu EES- samningsins sem krafðist þess að bankarnir yrði einkavæddir og þá aðeins án allra takmarkaðra eignaraðidlar, sem varð til þess að stórir eigendur gátu eignast þá og stjórnað að geðþótta með þeim afleiðingum sem raun ber vitni.  Þeir voru varðaðir af stórgölluðu eftirlitskerfi hönnuðu í Evrópu og á ábyrgð EES.  Auðvitað er Hitlers afkvæmið ESB, lykillin af hörmungunum, vegna þess að þessi heimska þjóð er þegar búin að taka upp 80% af reglugerðaruglinu í gegnum EES- samninginn, sem er það sem Baugsfylkingin fullyrðir.  Við skulum ekki gleyma að fram yfir hrun með seinasta útspili Björgvins G.  viðskiptaráðherranum vaska, þá hældi Baugsfylkingin sér fyrir og eignaði sér útrásina og bankasnilldina vegna þess að henni bæri að þakka EES- samninginn. 

EES- samningurinn sem var mjög umdeildur og samþykktur með litlum meirihluta þingheims eða 33 atkvæðum. Þetta geta þeir sem treysta sér til að viðurkenna og kynna sér söguna séð með leit á netinu. Sem aðili að EES-samningnum varð Alþingi Íslendinga að innleiða „Lög um fjármálafyrirtæki“ nr. 161, 20. desember 2002, Flutningsmaður frumvarps var Valgerður Sverrisdóttir, framsóknarflokki. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon gáfu frumvarpinu sitt „já“ en þess má geta að Davíð Oddsson var fjarverandi og greiddi þess vegna ekki atkvæði með frumvarpinu.

Það er þetta frumvarp sem er umhverfi allra fjármálastofnanna á EES- svæðinu og sem íslensku bankarnir störfuðu í, og svo síðar, hrundu í vegna eigin græðgi í reglulitlu EES- lagaumhverfi.

Baugsfylkingarráðherrar, þingmenn flokksins og forystumenn hans, höfðu ekki séð nein merki þess í valdastólum sínum að illa horfði og vísuðu öllum aðvörunum með hroka á bug með þeirra einstaka hætti. Og hvers vegna? Jú, – þeir höfðu lengi verið helstu og gagnrýnislausustu “grúbbíur” hinna einu sönnu “stórstjarna” hrunsins. Og Samfylkingin gerði það svo sannarlega ekki í felum. Það var opinber stefna hennar, enda eignuðu þau sér allan frábæra árangurinn í útrásinni og ekki síst í fjármálaundrinu. Allt þeim og EES- samningnum þeirra að þakka.

Þegar hún settist í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum fékk hún ótrúlegustu yfirlýsingu allra tíma setta í stjórnarsáttmálann. Þar er rætt um “alþjóðlega þjónustustarfsemi”, þar á meðal fjármálaþjónustu og síðan segir.:

„Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi“.

Að kröfu Baugsfylkingar var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu „útrásarfyrirtækja“ svo þau færu ekki með sitt hafurtask annað.

Getur málið verið mikið skýrara eftir að Össur viðurkenndi á þingi í vikunni tengsl flokksins við útrásarhyskið?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 13:53

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er alveg rétt hjá Guðmundi 2. að EES samningurinn frelsaði íslendinga tímabundið. Þeir sem eru nýfrjálsir ugga ekki að sér og skynja oft ekki hver ábyrgð felst í frjálsræðinu. Stjórnmálamenn okkar ákváðu að eigna sér "frelsið" og "frjálshyggjuna". EES innihélt enga raunverulega "frjálshyggju" þar sem hver má leika sér einog honum sýnist. Sýnir þetta dómgreindarleysi þeirra sem gagnrýna árarnar sem þeir róa með þegar þeir vita ekki hvert þeir ætla með bátnum. ( ég elska sjómannamál)

Sjálfstæðismenn breiða núna út í löngu og leiðinlegu máli að það sé nóg að kenna Baugi og Björgólfum um helreið efnahagskerfisins: Það mun aldrei ganga upp hjá þeim því á endanum mun koma í ljós að fólk er ekki fífl.

Gísli Ingvarsson, 17.4.2010 kl. 14:06

6 identicon

Það er örugglega mikið og margt að þakka EES- samningnum fyrir auðrónana og bankaglæpagengið með þúsundir stolnu miljarðana ekki satt, og örugglega hefur samningshroðinn gert neitt til að skaða Ísland og Íslendinga. Þó svo að hann tryggði að ekki mætti takmarka eignaraðild að bönkunum eins og Sjálfstæðismenn vildu, og hvað þá að eftirlitskerfið var sett upp eftir EES- tilskipuninni.  EES- og ESB draumi Hitlers og Nazista er Baugsfylkingarliðum mikil lof og dýrð og hrunið auðvitað ekki að kenna frekar en nokkuð annað.  Baugsfylkingin barðist gegn ESS- samningnum, -  ekki satt? 

Sama dag og Ingimundur Friðriksson fyrrum Seðlabankastjóri sendi Jóhönnu Sigurðardóttir afsagnarbréfið, birtist á vefsíðu seðlabankans íslensk þýðing á erindi, sem hann ætlaði að flytja þennan sama dag fyrir málstofu, sem ráðgerð var í seðlabanka Finnlands. Erindið ber fyrirsögnina.: Aðdragandi bankahrunsins í október 2008. Þar segir meðal annars.:

„Eftir á að hyggja hefði öruggasta leiðin til þess að koma í veg fyrir hrun bankanna e.t.v. verið sú að setja í upphafi þrengri skorður við starfsemi þeirra en fjármálafyrirtækja í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, þ.e. þeir fengju ekki að njóta þeirra réttinda sem EES-samningurinn fól m.a. í sér fyrir fjármálafyrirtæki. Þar með hefði Ísland ekki orðið fullgildur þátttakandi í innri markaði Evrópusambandsins. Ég læt öðrum eftir að svara hvort stjórnmálalegur stuðningur hefði verið við hamlandi reglur á bankana á sínum tíma. Hins vegar blasir við að bankarnir nýttu kjöraðstæður til þess að vaxa hraða en langtímaforsendur reyndust til eins og mál skipuðust.“

Þarna veltir Ingimundur augljóslega fyrir sér, hvort stjórnmálalegur stuðningur hefði verið við, að íslenskir bankar hefðu ekki fengið að njóta EES-reglna til fulls. Af orðum hans má ráða, að hann dregur það í efa. Pólitískur ágreiningur og ofbeldi við stjórnarmyndun er vel þekktur í mun einfaldari málum, hjá öllum öðrum flokkum en Baugsfylkingunni.

Að kröfu Baugsfylkingar var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar Sjálfstæðisflokk og hennar að henni bæri að greiða götu „útrásarfyrirtækja“ svo þau færu ekki með sitt hafurtask annað.

En auðvitað þýddi það eitthvað allt annað eins og Borgarnesræðan og árásir höfunda hennar og síðan núverandi forsætisráðherra á rannsóknaraðila  og ákæruvaldið í Baugsmálinu.

Baugsfylkingin er afar misskilin flokkur.  Satt að segja einn stór misskilningur.  Guði sé lof fyrir Hitler og Nazistana svo að Baugsfylkingin  getur kennt þeim um ESB hugmyndafræðina þegar það fer allt til fjandans.

Ekkert ESB, ESS og Schengen.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 15:08

7 identicon

uppræta hreiðrinn     /  ekki bara skipta um óværu      / hvar eru óværu uppeldisstöðvar   glæpa klíku spillingar á Islandi ? hver eru HREIÐRINN ? en auðvita má ræða þetta mjög málefnalega / hvað sega þau , verðum að læra af mistökunum læra af söguni ? hafa þessi hámenntuðu kvekindi aldrei litið í bók og aldrei lesið neitt um söguna ?     UPPRÆTA umingja óværu glæpa klíku spillingar sóða langættardólga arðráns HREIÐRIN

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband