Fimmtudagur, 15. apríl 2010
Lífeyrissjóðir og hrunið
Lífeyrissjóðir létu útrásarauðmenn spila með sig. Lífeyrissjóðirnir hafa ekki horfst í augu við ábyrgð sína, skýrsla sem þeir keyptu sér til hvítþvottar er til skammar. Í stað þess að efna til uppgjörs um sinn hlut í útrásinni hafa lífeyrissjóðir stuðlað að myrkvun málsatvika hrunsins t.d. með því að samþykkja nauðasamninga fyrirtækja sem ættu að fara í gjaldþrot.
Lífeyrissjóðirnir útdeila fátækt til sjóðsfélaga eftir hrun í formi lægri lífeyrisgreiðslna. Hversu skarpt hafa laun og þóknanir starfsmanna og stjórnenda lækkað?
Lífeyrisgreiðslur lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
LÆKKAÐ ÞAÐ VERÐUR LÖNG BIÐ Í ÞAÐ ÞESSIR HELVÍTIS AUMINGJAR SEM SJÓÐUNUM STJÓRNA TAKI NOKKRA ÁBYRÐ FREMUR EN VERKALÍÐSFÉLÖGIN SEM SVIKIÐ HAFA FÉLAGSMENN SÍNA .
EN HVERNIG ER ÞAÐ ANNARS VÆRI EKKI GAMAN AÐ FÁ AÐ SJÁ BÓKHALD VERKALÝÐSFÉLAGANNA OG SJÁ HVAÐ VERÐUR UM LEIGUTEKJUR AF SUMARBÚSTÖÐUNUM ERU ÞÆR ENNÞÁ TIL AÐ BORGA STARFSFÓLKINU Á SKRIFSTOFUNUM "SVÖRTLAUN EINS OG VAR GERT EINUSINNI EKKI HEF ÉG TRÚ Á AÐ ÞAÐ HAFI BREIST FREMUR EN ANNAÐ"
Björn Karl Þórðarson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 09:30
"Lífeyrissjóðirnir útdeila fátækt til sjóðsfélaga eftir hrun í formi lægri lífeyrisgreiðslna."
Það er nú einu sinni svo að ef útgreiðsluskuldbindingar fara fram úr eignum þá hrynur lífeyrissjóðakerfið á endanum.
Það var skipt um menn í brúnni hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna eftir hrunið. Þeim verður ekki kennt um það eignatap sem orðið hafði áður en þeir verða engu að síður að bregðast við afleiðingum þess.
Við skulum hafa í huga að lífeyrissjóðakerfið sem byggt hefur verið hér upp á áratugum er líklega ein af fáum efnahagsráðstöfunum sem íslensk yfirvöld hafa getað gengið nokkurn veginn rétt frá. Það kerfi sem finnst víða um heim þar sem ríkið ábyrgist lífeyrisgreiðslur framtíðar er ávísun á mikil vandræði og væri mikið slys ef það yrði tekið upp hér.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 09:47
Hætta að tuða drengir og "Kjósa með fótunum", - færið ykkur úr lífeyrissjóðum sem hafa sýnt van-rækslu.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:28
það þarf að sameina alla lifeyrissjóði í einn stóran sjoð
svo þarf að hafa lýðræðislegar kosningar til stjórnar sjoðsins, en ekki tilnefningar vina og vandamanna,
svo þarf að gera stjórnendur ábyrga fyrir því hvernig lifeyrissjóð gengur, ef það er gamblað með þessa eign okkar, þa er viðkomandi fangelsaður og gerður ábyrgur fyrir tapi
G (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:36
Hafa forstöðumenn lífeyrissjósins sent frá sér einhverja "afsökunarbeiðni" eða "axlað ábyrgð" á einhvern hátt?
Hafa þeir lækkað laun sín í hlutfalli við þessa greiðslulækkun?
Agla, 15.4.2010 kl. 10:40
Þetta er einmitt einn mikilvægasti punkturinn!
Hvar er ábyrgð þeirra manna sem létu það viðgangast að einstakir meðeigendur lífeyrissjóða í íslenskum frirtækjum fengju að ráðskast með almanna fé.
Lífeyrirsjóðirnir og stjórn þeirra er ein meginástæða sukks og svínarís, þar sem fyrirtæki voru tæmd og þar með lífeyrissjóðir tæmdir fyrir framan nefið á stjórnum þessara sjóða.
Þetta var sukk fyrir almannafé.
Það hefur lítið með frjálshyggju að gera.
Jón Ásgeir (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 10:44
Lífeyrissjóðir tóku fullan þátt í glæpavæðingu samfélagsins.
Fólk var ginnt til að leggja peninga í viðbótarsparnað til þess að krimmarnir hefðu meiri aura til að leika sér með.
Það sem ekki tapast verður hirt af fólki í formi skatta.
Sennilegra er þó að þeim peningum verði stolið líka.
Karl (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 13:04
Mér finnst Rannsóknarnefndin hafa unnið gott og þarft starf og nú nætti að fá sömu einstaklinga til að skoða hvað hefur verið að gerast í bönkunum frá hruni og skoða lífeyrissjóðina. Voru forsvarsmenn þeirra í veiðiferðum í boði útrásarvíkinganna? Sammála G í því að auðvitað ætti að búa til einn Lífeyrissjóð og hafa kosningar félagsmanna í stórn hans. Ein yfirbygging og gagnsæigott og eftirlit stíft af fjármálaeftirlitinu. Þannig myndum við líka losna við vísitölutrygginguna á Lífeyrissjóði BSRB.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.4.2010 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.