Mánudagur, 12. apríl 2010
Siðleysingjarnir meðal vor
Á morgun rennur upp nýr dagur bankaviðskipta. Stjórnendur endurreistra banka verða að taka ákvörðun um hvort þeir eigi að halda áfram að þjónusta auðmennina sem keyrðu bankakerfið í þrot haustið 2008.
Hrunskýrslan tekur af öll tvímæli að eigendur gjaldþrota bankanna rændu þá innan frá. Það er ótækt að þessir þjófar fái fyrirgreiðslu til að halda áfram rekstri í einu eða öðru formi.
Arion banki og Landsbankinn viðhalda hugmyndafræði siðleysis með því að veita auðmönnum föllnu bankanna fyrirgreiðslu.
Hingað og ekki lengra.
Athugasemdir
Já, eins og þú skrifaðir í 3. pistlinum hér á undan:
BANKAR STJÓRNUÐU LANDINU, GLÆPAMENN BÖNKUNUM.
Elle_, 13.4.2010 kl. 00:04
Nákvæmlega. Það er komið mikið meira en nóg!!! Stjórnvöld verða að nota alla leiðir, m.a. með nýjum NEYÐARLÖGUM sem ná yfir þessi efnhagslegu hryðjuverk eða svikumyllu gegn þjóðinni. Handtaka glæpagengið án tafar, fá þá sem eru erlendis framselda hingað og koma í gæsluvarðhald. Setja saman vinnuhóp til að finna þýfið, gera alla fjármuni þeirra upptæka STRAX og þjóðnýta öll fyrirtæki skúrkanna.
Þeir stjórnmálamenn sem ekki treysta sér í þessi verkefni eiga að segja af sér í fyrramálið.
Ástþór Magnússon Wium, 13.4.2010 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.