Brandaraafsögn Björgvins G.

Björgvin G. Sigurðsson segir af sér sem þingflokksformaður Samfylkingar og Jóhanna Sig. segir í ræðustól á alþingi að það sé að axla ábyrgð. Afsögin er brandari. Þingflokksformennska í Samfylkingunni er tildur sem engu skiptir.

Björgvin G. axlar ábyrgð með því að segja af sér þingmennsku.

Samfylkingin ber ábyrgð á viðskiptaráðherranum fyrrverandi.


mbl.is Björgvin stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér finnst Jóhanna bara einfaldlega með orðum sínum um að Björgvin G. hafi axlað ábyrgð með afsögn sinni úr embætti formanns þingflokksins, opinberað það þingi og þjóð að hún skilur ekki hugtakið að axla ábyrgð.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.4.2010 kl. 18:35

2 Smámynd: Elle_

Nei, það virðist nokkuð ljóst að Jóhanna skilur það ekki. 

Elle_, 12.4.2010 kl. 19:51

3 identicon

Skyldi Björgvin G. ekki líka þurfa að segja af sér sem stjórnarmaður í Blómavali ehf

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 20:44

4 identicon

ÞO fyrr hefði verið . Stýrir ekki Siggi Gud. honum núna .

Kristín (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 21:58

5 identicon

Þessi drengstauli ætti að að láta sig hverfa frá alþingi. Hann var duglaus ráðherra sem sagði af sér í einn dag og taldi prófkjör hreinsa sig af ómennskunni.

Ómennskan er nú hálfu svæsnari þegar hann staulast vængbrotinn um þingsali, mannorðið farið, traustið búið og það eina sem eftir er fastur launatékki sem hann vill ekki sleppa svo auðveldlega.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 22:31

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann hefur tvisvar sagt af sér vegna vaanhæfni og getuleysis, en situr enn á þingi.  Ábyrgð my ass.

Nú gekk hann á krossinn fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, sem leyndi hann mikilvægum upplýsingum og hafði raunar leynt blikunum fyrir þjóðinni líka ásamt Össuri, sem henni var kunnugt um og hafði verið aðvöruuð um a.m.k. í febrúar þetta ár. Stakk öllu undir stól. "Keep it under wraps."

Hún og Össur eiga að fara beint í grjótið og Samfylkingin á að segja af sér stjórn. Nú er kominn tími á þjóðstjórn, sem átti alltaf að gera en var ekki gert af þeirri ástæðu einni að Davíð nefndi það fyrst.

Össur hélt að það væri valdarán! Hefurðu heyrt annan betri? Maðurinn er algert súperidíót og hann þarf að fá reisupassann á morgun.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 22:39

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Össur og Björgvin eiga að fara úr alþingishúsinu á morgunn við eigum að sjá til þess!

Sigurður Haraldsson, 13.4.2010 kl. 01:15

8 identicon

Blessaður maður, það eiga eftir að koma margir mun svæsnari brandarar frá þessu pakki öllu saman....
Og pakkið mun traðka yfir okkur á skítugum skónum aftur ef ekki verður algerlega breytt um stjórnarfar hér..

Við megum ekki láta pakkið komast upp með að humma þetta fram af sér út í gleymskuna.
Það þarf að spúla alþingishúsið, allt embættismannakerfið... og taka á mafíum íslands svo þetta gerist nú ekki aftur.

Þið sjáið að þegar Jóhanna segir að Bjöggi hafi axlað ábyrgð... þá er Jóhanna að boða þá tíma að menn hætti bara að spila golf eða að fara í sund.. og þá verði menn saklausir

DoctorE (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband