Þriðjudagur, 6. apríl 2010
Spillingarjöfnun Baugsmiðla
Jón Ásgeir Baugsstjóri og fylgifé segjast hafa fengið milljarð inn í útgáfufélagið 365-miðla sem heldur utan um útgáfu fjölskyldunnar sem kennd er við Baug. Þessi milljarður er annað tveggja ekki til eða Tortólupeningur Jóns Ásgeirs sjálfs. Landsbankinn sem í reynd á 365-miðla gerði kröfu um að Baugsliðið kæmi með milljarð í reksturinn. Jón Ásgeir brást við eins og honum er tamt, að blekkja.
Hvað gera Baugsmiðlar í þessari stöðu? Jú, þeir spillingarjafna. Meðhlaupararnir með Óaf Þ. Stephensen ritstjóra í broddi fylkingar búa til frétt um að eignarhald á öllum fjölmiðlum sé á huldu.
Spillingarjöfnun er aðferð til að fela lygar.
Athugasemdir
Á ekki að vera hægt að upplýsa um þennan milljarð? Ef hann kemur frá Tortóla þarf hann að fara einhverja leið hingað heim aftur. Ef hann er ekki til hlýtur Landsbankinn að upplýsa þjóðina um það.
Björn Birgisson, 6.4.2010 kl. 21:41
Getum við gert kröfu um að fá vineskju um það þótt´"óbreytt" séum.
Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2010 kl. 00:40
Heill og sæll Páll; sem og þið önnur, hér á síðu hans !
Nei Helga; mín ágæta nafna !
Þú og ég; fremur en aðrir landsmenn, fáum enga vitræna vitneskju, um stöðu mála, innan Landsbankans ''nýja'', sannaðu til.
Banka kerfið íslenzka; er jafn rotið - og það var fyrir hrun samfélags okkar, og,............ þér að segja, getur tekið árþúsundir, að koma almenni legu skikki á hlutina hér, fái innlend fífl, að valsa hér áfram, með völd og áhrif, nafna mín góð.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 02:36
Sæl öll, og blessaður Óskar Helgi, velkominn heill úr bardaganum mikla á ónefndri síðu hér á þessu bloggi.
Páll, enn kemur þú með þetta orð "spillingarjöfnun" sem aðferð til að fela lygar.
Mér finnst ofangreind lýsing á grein í Fréttablaðinu, frekar bera keim af "málsdreifingu" einn anga af smjörklípu from you know who, og benda á aðra sem eru jafn sekir eða sekari! Þetta var ekki fundið upp hjá "Baugsmiðlum" og óþarfi að kalla þetta einhverju nýju nafni. Þetta er stundað um allt þjóðfélagið, einna helst hjá stjórnmálaflokkunum öllum með tölu.
Ég er enn áköf í að heyra fagleg svör þín um þessa meintu spillingarjöfnun í Agnesarmálinu sem ég varpaði fram í greininni þinni um valdabaráttu í flokknum.
Maður veltir því jafnvel fyrir sér að sumir gætu e.t.v sagt að myndbandið frá Wikileak,væri einhvers konar "jöfnun" á einhverju, en ekki því sem það er; afhjúpun á sannleika, eins og hann kemur fyrir óklipptur og skorinn.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.4.2010 kl. 07:10
Spillingarjöfnun ! Snilld !
Og greiningin afbragð. Áhrifin af misnotkun Fréttablaðsins af erkifeðgunum er miklu rosalegri en menn halda við fyrstu sín.
Halldór Jónsson, 7.4.2010 kl. 08:10
Jenný Stefanía, orðið spillingarjöfnun vísar til þeirra sem verjast ásökunum um spillingu með gagnásökunum. Í Agnesarmálinu um daginn bar vinur Þórs Sigfússonar blak af lygum hans með því að saka Agnesi um að þiggja boðsferðir. Allir sjá að lygar Þórs sem Sjóvástjóra eru eitt mál og meintar boðsferðir Agnesar annað mál.
Í blogginu hér að ofan er vakin athygli á því að Baugsmiðlar reyna að breiða yfir lygina um milljarðinn með því að beina fingri á eignarhald annarra fjölmiðla. Aftur er um eðlisólík mál að ræða. Eigendur 365-miðla skuldbundu sig að koma með milljarð í félagið. Þessi milljarður er nær örugglega ekki kominn inn í félagið. Hvort þekkt sé út í hörgul hvernig eignarhald á útgáfufélagi Morgunblaðsins sé háttað er önnur umræða en hlutafé í Baugsútgáfunni.
Spillingarjöfnun er þegar drukkinni ökumaður skammast sín ekki fyrir afbrotið heldur færir hann sem vörn að margir leggi ólöglega.
Páll Vilhjálmsson, 7.4.2010 kl. 10:26
Mér hafði svo sem skilist merking orðsins, og fordæmi þessa "jöfnun"eins og áður segir.
En felst ekki líka einhvers konar dreifing/jöfnun í því að ærlegur blaðamaður eins og þú skuli ekki hafa skoðun á þessu máli, allt eftir því hvaða annar blaðamaður átti í hlut. Hérna megin álfu yrði slíkt mál umsvifalaust verið kallað múturs mál og svo bætist meint ósannsögli blaðamanns um betur.
Má vart til þess hugsa að sá grundvöllur til að fordæma og uppræta spillingu, sem nú hefur skapast í íslensku þjóðfélagi, sé látið renna úr greipum með einhverjum jafnara, og sleipuefnum pólitíkur.
Þú varst verri en ég ....... syndrómið. Óttast að allt muni fara í sama horf og áður.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.4.2010 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.