Þriðjudagur, 6. apríl 2010
ESB tryggir fjármagn betur en fólk
Fjármagnið flæðir öruggt og óhindrað um landamæri Evrópusambandsins, einkum á það við um þau sextán ESB ríki sem nota evruna. Hugmyndin með evrunni var að hraða pólitískum samruna Evrópusambandsins. Einn vinnumarkaður átti til dæmis að koma í kjölfar sameiginlegs gjaldmiðils.
Í orði kveðnu er einn vinnumarkaður í ESB. Á hinn bóginn er hreyfanleiki vinnuafls lítill, samanborið við vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum. Fólki finnst því eiga heima í þjóðlöndum sínum og er kjurt þó illa ári.
Grikkir standa einir í stríðinu við skuldavanda sinn einmitt vegna þess að samruninn sem Brussel keyrir áfram hefur ekki skilað sér í samstöðu þeirra þjóða sem mynda ESB. Þjóðverjar og Frakkar hafa engan áhuga á að halda uppi Grikkjum, Spánverjum og Portúgölum.
Fjármagnið flýtur frjálst á milli evrulandanna en hvorki fólk né pólitísk samstaða. Elítan í Evrópu bjó til kerfi sem er almenningi í álfunni framandi.
Fjármagnsflótti frá Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og allt þetta hefur aldrei verið gert með samþykki almennings í ríkjum Evrópusambandsins enda hefur það verið forðast eins og heitan eldinn að bera nokkuð undir hann. Valdið kemur að ofan, einkum frá embættismönnum sem enginn kýs, og pöpullinn á að hlýða. Þannig virkar sambandið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.4.2010 kl. 12:58
Sauðirnir mega nú ekki hreyfa sig of mikið um á meðan skriffinnarnir skipa þeim á bása, það myndi trufla allt "systemið" ekki satt? Frjálst flæði fjármagns eru nauðsynleg þægindi til að liðka fyrir allsherjar skipulagningu þannig að á endanum verði lífshlaup hvers einasta þegns hins nýja ráðsstjórnarríkis fyrirfram ákveðið frá vöggu til grafar. Þá fyrst munu skriffinnarnir anda léttar, þegar þeim tekst að koma á "fullkomnum stöðugleika".
Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2010 kl. 13:21
Evrópu fræðasetrin og háskólarnir sem hlaupið hafa eftir fjáraustri ESB áróðursmála apparatana sem hafa ausið fé í ESB fræðasetrin og háskólana til að útunga þar svokölluðum Evrópusérfræðingum.
ESB ráðin og hugmyndafræði þeirra reyna jafnt og marxisminn gerði á sínum tíma að uppfræða æskuna og upphefja sinn fullkomna hugmyndaheim sem einhverskonar fræðigrein og æðri vísindi.
Þetta er hlægilegt. Ég geri ekki lítið úr menntun og æðri vísindum og að nauðsynlegt sé að mennta fólk í stjórnmálafræði og stjórnsýslufræðum og annarri þjóðfélagsfræði. En að ESB væða þessi vísindi er áróður og enginn fræðimennska.
Þessi áróðurs vísindi eru sem ESB glópagull eru og verða ekki til neins og verða aldrei hærra skrifuð í mannkynssögunni en saga gullgerðarmannanna og þeirrar glópsku allrar.
Það verður aldrei hægt að búa til gull úr þýskum leir og frönsku kúahlandi.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.