Samfylkingin grætur makrílhagsmuni ESB

Sjávarútvegsráðherra Íslands gefur út reglugerð um heimildir til íslenskra skipa að veiða makríl. Veiðarnar skapa þjóðarbúinu verðmæti í milljörðum króna. Ætla mætti að þeir sem bera hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti myndu fagna búbótinni.

Samfylkingin og talsmenn hennar finna reglugerðinni það til foráttu að íslenskum skipum er úthlutað veiðiheimildum. Draumastaða Samfylkingarinnar er að makríllinn og aðrir nytjastofnar í landgrunni Íslands fari til úthlutunar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Áður hefur komið fram að fyrningarleiðin er forsenda fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Samfylkingin er umboðsaðili ESB á Íslandi og verður að koma fram við hana sem slíka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Páll ! Gaman að fylgjast með ESB umræðunni hjá ykkur og bera saman við umræðuna hér í Noregi.

En segðu mér eitt (ef þú veist það) fer virkilega ALLUR makrílafli íslendinga í mjöl og bræðslu ?, þannig að þessi takmarkaði kvóti skapar minna verðmæti en hefði getað orðið, nema svo er kannski ekki markaður fyrir annað ?

Kristján Hilmarsson, 2.4.2010 kl. 12:14

2 identicon

Þó ég búi nú ekki á landinu, þá veit ég þó það að hingað til hefur mest af makrílaflanum því miður farið í bræðslu.

En nú held ég sem betur fer að sé að verða töluverð breyting á þessu. Ég held að úthlutunarreglunum hafi eitthvað verið breytt þannig að þeim sem vinna fiskinn til manneldis sé umbunað sérstaklega. 

Alla vegana veit ég að sumir af öflugustu frystitogurum landsins eru nú að setja vélar og vinnslulínur um borð til þess að fara á makríl í sumar. Ég veit að þetta getur orðið gríðarleg búbót fyrir útgerðirnar og sjómenn og þjóðarbúið.

ESB- apparatið hefur harðlega mótmælt öllum veiðum íslenskra fiskiskipa allt frá því þessar veiðar okkar hófust. Samkvæmt þeirra skilgreiningu eigum við ekki að fá að veiða neinn makríl. En sem kunnugt er flokkast makríll undir að vera flökkustofn og yrði algerlega á forræði ESB ef Ísland gengi í ESB.

Ef við gengjum í ESB má telja nær öruggt að íslenskum sjómönnum á íslenskum fiskiskipum yrði ekki leyft að veiða eitt einasta kíló af makríl. 

Þetta þarf að telja með ásamt öllum öðrum búsifjum og öðru skaðræði sem þjóðin hefði útúr því að láta ginna sig inní þetta ólýðræðislega og spillta yfirríkjabandalag.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 12:38

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

það eru allir fyrðir og flóar fullir af þessum fiski,(Á sumrin)Hvað halda menn að hann sé að sækja hingað nema æti?Og ætla svo eihverjir Pótentátar úti í heimi að segja okkur hvort við meigum veiða þennan Ætis ræningja!Enn það er náttúrlega skandall að veiða hann bara í bræðslu.Og vonandi förum við aldrei inn í ESB.

Þórarinn Baldursson, 2.4.2010 kl. 13:09

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Ótrúlegur þessi flokkur Samfylkingar,flokkur ESB.Vonandi förum við aldrei inn í þetta "bíb" bandalag.

Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2010 kl. 15:38

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Takk Gunnlaugur! Vonandi verður farið að vinna makrílinn betur og á verðmætari hátt, ég persónulega hef ekki komist upp á lagið með að borða hann nema þá helst reyktann, en hér í S.Noregi eru menn vitlausir í þetta.

Já það er náttúrulega bakhliðin á þessu, skriffinar einhversstaðar að reyna setja reglur um veiðar , en svo er bara svo mikið að breytast hvað varðar göngur fisktegunda og annað, að þetta verður að endorskoða oftar en ekki, en þetta með að nota bæði þetta ósamkomulag og önnur álíka sem tilefni með/móti göngu Íslands í ESB er nú kannski hæpið enda geta bæði liðin snúið essu í sinn hag, ísland kemst ekki hjá að semja við nágranna sína um veiðar og aðra nýtingu á verðmætum, bæði í Íslenskri lögsögu og annarstaðar óháð inngöngu í ESB aðild að EES eða hvort valið er að standa alveg utan eins og Sviss.

En takk aftur og óska ykkur og öðrum góðra Páska, höldum áfram að skiftast á skoðunum/upplýsingum eftir páska

Kristján Hilmarsson, 2.4.2010 kl. 17:35

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

það þarf nú ekki þessi orð Ólínu, sem þú vitnar í Páll, til að sjá þessa tengingu á milli fyrningarleiðar og ESBinngöngu (ESBinnlimun).  Við inngöngu í ESB, þá verður sú breyting á að öllum þeim sem búa í ESBlöndum, einstaklingum og fyrirtækjum verður heimilt að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Hvort sem það er kaup á þeim sjávarútvegsfyrirtækjum sem fyrir eru, eða að stofna ný fyrirtæki hér á landi, þá t.d. útibú fyrir stærri evrópskar útgerðir.
 Þegar kvótinn yrði svo afskrifaður af útgerðinni hér um 5% ár hvert í 20 ár og boðinn hæstbjóðanda til kaups eða leigu og jafnvel þó að það fengist í gegn að eingöngu mættu "íslensk fyritæki" koma að því borði, þá væri það hægðarleikur að komast framhjá því með stofnun nýs fyrirtækis á Íslandi.
  Það er morgunljóst að erlendar stórútgerðir væru mun betur settar en íslenskar til þess að bjóða hátt í þessi 5% kvótans sem í boði væru. 

 Þar með færu fyrir lítið þau rök að fyrningarleiðin væri til þess að auka arð þjóðarinnar af sjávarútvegsauðlindinni, þar sem að fyrir þessi 5% bærist bara ein greiðsla, þ.e. það verð sem fengist fyrir heimildina, því þessar útgerðir myndu veiða fiskinn við Íslandsstrendur, en sigla svo með hann í sína evrópsku heimahafnir og vinna hann þar.  Þar myndum við missa útflutningstekjur af þessum 5% um ókomna tíð (erlendan gjaldeyri), skatttekjur af vinnu sjómanna og verkafólks í landi,  sveitarfélögin viðsvegar um landið hefðu ekki útsvars eða fasteignaskattstekjur af þessum útgerðum, hafnir landsins fengju ekki hafnargjöld, vegna þessara skipa o.s.f.v..........

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.4.2010 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband