Miðvikudagur, 31. mars 2010
Þingskjalið sem vantar
Eitt þingskjal vantar í þann bunka sem alþingi tekur til afgreiðslu í vor. Ályktun um að alþingi feli ríkisstjórninni að draga tilbaka umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þjóðin er staðföst í afstöðu sinni til þess að ganga ekki í Evrópusambandið.
Samfylkingin einn flokka vill aðild - en flokkurinn fékk 29 prósent atkvæða í síðustu kosningum.
Það er bæði skaðlegt inn á við að halda umsókninni til streitu og ekki síður í samskiptum okkar við Evrópusambandið. Í Brussel er mönnum ekki skemmt þegar hugur fylgir ekki máli hjá umsóknarþjóðum.
Á níunda tug þingskjala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.