Sunnudagur, 28. mars 2010
Egill og samfylkingartextinn um Davíð
Samfylkingartextinn um Davíð Oddsson er skrifaður upp á ensku af Agli Helgasyni. Stefið er gamalkunnugt um drottnunarvald Davíðs og hvernig hann sat yfir hlut manna og handvaldi þá sem máttu efnast á Íslandi.
Eitt smáatriði vantar til að samfylkingartextinn gangi upp: Fórnarlömbin.
Ef Davíð bjó yfir ógnarvaldi og ekki skirst við að beita því ættu að vera til óteljandi sögur um menn sem urðu fyrir barðinu á honum.
Samfylkingarversið heldur Jóni Ásgeir og föður hans á lofti sem fórnarlambi Davíðs. En þeir feðgar urðu óvart milljarðamæringar einmitt á valdatíð Davíðs.
Samfylkingartextinn um Davíð er pólitískur spuni.
Athugasemdir
Davíð hér og Davíð þar og Davíð alstaðar.Martröð samfylkingarinnar er Davíð það er ekkert hægt að bjarga heimilum landsins vegna Davíðs þetta er alt Davíð að kenna þetta eineltislið er þjóðar skömm ekkert hefur lagast þótt Davíð hafi verið rekin úr embætti nei það hefur versnað vegna getuleysis þessara NIÐURRIFS STJÓRNAR SEM ÞESSI RÍKISSTJÓRN ER, Já það er svo sannarleg á kristal tæru að ekkert lagast meðan vinstri stjórn er hér við völd, Völd eru ekki fyrir getulausa og ekki fyrir vinstri stjórn eins og komið hefur í ljós því þau níðast altaf já alltaf, Á ÞEIM SEM MINNST HAFA ÞAÐ ER ÞEIRRA MOTTÓ. ja þetta eru mín orð.
Jón Sveinsson, 28.3.2010 kl. 18:44
Fórnarlömbin var íslenska þjóðin.
Guðgeir (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 19:50
Það hefur ekki farið fram hjá neinum hélt ég hverjum blæddi. Ekki veit ég hvar þú hefur verið síðasta ár en hér hrundi allt sem hrunið gat. Bankarnir voru einkavinavæddir og forstjóri fjármálaeftirlitsins var þóknanlegur með Seðlabankastjóra í því hruni. Það er merkileg ást sumra á þessum manni. Örugglega versti stjórnmálamaður sem við höfum átt.
Það er merkilegt hvað þið hafið Davíð alltaf á hausnum. Getið ekki stungið niður penna nema að dásama þetta í leiðinni. Þakkið honum góða uppskeru eins og þeir gerðu hér í Rússíá í gamla daga þegar Stalin var og hét.
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 20:41
samfylkingin er með á heilananum að afsala fullveldi landsins í hendur esb með samspillingunni áfram Davíð
Örn Ægir (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 21:20
Eftir því sem Baugsfylkingin með Baugspenna eins og Ólaf Arnarson, Jóhann Hauksson, Guðmund Andra Thorsson, Reyni Trausta, Gísla Baldvinsson og Egil Helga, pönkast meira á Davíð eins og núna upp á síðkastið, freistast maður til að halda að samhengi er á milli þess og sannleiksskýrslunnar rétt óútkomnu.
Taugaveiklunin yfir að Baugsfylkingin og Jón Ásgeir komi til með að fá skelfilega útreið virðist reka þetta lið áfram, og tilgangurinn að ausa nógu mikilli drullu yfir manninn áður en að hún kemur út. Sennilega hefur Sigurður G. Guðjónsson misþokkaði lagaflækirinn lesið nógu mikið um þátt mágs síns Björgvins G. og tengsl hans við Jón Ásgeir og Baug þegar hrunsráðherrann fékk að nýta sér andamælaréttinn, og þá um leið ýmislegt um auðrónann sem hefur þótt ástæða til að kvíða útkomunnar.
Sigurður G. lýsti yfir að hann hefði lesið stóran part skýrslunnar, og ekki væri beint mikils að vænta. Auðvitað vill hann byrja í tíma að kasta rýrð á störf nefndarinnar og skýrslunnar fyrir hönd skjólstæðinga hans, Björgvin G. og Jón Ásgeir. Þó það nú væri. Eins og þegar hann hraunaði yfir Evu Joly á sínum tíma. Herferðin núna gegn Davíð er etv. seinasta tækifæri leigu og pólitískra eiturpenna að ata hann aur, og það á góðum launum, ef að reyndin verður sú að hans þáttur reynist mun minni en vinnuveitandi þeirra vill af láta. Full fyrirsjáanleg viðbrögð þessara manna og fleiri, fyrir utan ólætin í blogglúðrasveit Baugsfylkingarinnar hvar sem þeim tekst að koma honum inn í umræðuna. Taugaveiklunin bendir örugglega ekki til að þessir aðilar eru jafn öruggir um sekt hans sakleysi sitt og þeir vilja af láta. Svo mikið er víst.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 22:58
Sögur um menn sem urðu fyrir barðinu á Davíð já? Þú segir nokkuð ...
http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/798467/
Einnig má nefna til dæmis Tryggva Gunnarsson, Hrein Loftsson og Hallgrím Helgason. Fleira má örugglega tína til.
Þetta eru jú allt sögur, óháð sannleiksgildi þeirra. Er ekki tilvist sagna einmitt það sem verið var að draga í efa?
Þarfagreinir, 29.3.2010 kl. 10:24
Já, svo má auðvitað ekki gleyma háskólaprófessornum Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni:
Ég settist niður og skrifaði Davíð stutt bréf, þar sem ég gerði þetta, en kvaðst skilja sjónarmið hans mjög vel. Þegar öll spjót stæðu á honum (eins og vissulega var í þessu Kínamáli), ættu vinir hans auðvitað ekki að gera neitt það, sem skilja mætti opinberlega sem árás á hann. Þeir ættu frekar að láta gagnrýni sína í ljós við hann beint og milliliðalaust. Sá er vinur, sem til vamms segir, en máli skiptir, hvar það er gert og undir hvaða formerkjum.
(http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Hannes/sannleikurinn-i-malinu)
Þarna er prófessorinn sumsé að lýsa því yfir að hann hafi ákveðið að láta aldrei neitt frá sér fara opinberlega sem túlka mætti sem 'árás' á Davíð Oddsson. Lesendum er látið eftir að meta hvernig sú afstaða fer saman við hlutverk fræðimannsins.
Þarfagreinir, 29.3.2010 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.