Washington bjargar evrunni, Grikkjum og ESB

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verður þátttakandi í að bjarga Grikkjum frá fjárhagslegu þroti. Sjóðurinn er í Washington og einmitt þess vegna var Trichet seðlabankastjóri Evrópu alfarið á móti aðild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í björgun Grikklands.

Samrunasinnar í Evrópusambandinu ætluðu að nota gríska vandann til að taka næsta skref í átt að sameinuðu Evrópuríkjunum. Sameiginleg ábyrgð evruríkjanna sextán á opinberum skuldum hvers ríkis myndi kalla á sameiginlegan fjárhag viðkomandi ríkja. 

Þegar til átti að taka höfðu Þjóðverjar engan áhuga á að ábyrgjast skuldir Suður-Evrópu sem á eftir að læra þýskan sparnað og ráðdeild.

Evrópuverkefnið sem kennt er við Brussel þarf að hreyfast til að viðhalda lífinu. Þegar framrásin er stöðvuð getur ESB ekki numið staðar og haldið kyrru. Sambandinu mun hnigna hægt en örugglega.

Þessi vika fer í sögubækurnar vegna þess að evran fékk sinn dauðadóm.

Hér og hér eru pælingar um evru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála þessu Páll.

Þessi svokallaði björgunarpakki þeirra er allur ein sýndarmennska og moðsuða í skötulíki.

Sýndarmennskan og hræsnin skín út úr öllum þeirra ákvörðunum og eða ákvörðunarleysi.

Í raun ráða Þjóðverjar algerlega ferðinni með fulltingi Frakka og þessu yfirríkjabandalagi er miskunnarlaust beitt til þess að verja sérhagsmuni þessara stórþjóða.

Í raun á ekkert að gera nema kalla AGS á vetvang og síðan ætla þeir ekkert að gera ja nema kanski ef allt er farið til andskotans. Þá þykjast þeir ætla að vera á hliðarlínunni.

Þetta er svona eins og að setja slökkvilið í viðbragðsstöðu vegna húsbruna sem stendur yfir, en það megi alls ekki fara á staðinn eða gera neitt fyrr en fréttir berast af því að húsið sé svo til allt brunnið til kaldra kola, þá á kanski að senda þá á vetvang.

Sannast enn og aftur að það er enginn vörn og ekkert skjól hvorki í Evrunni né aðild að ESB fyrir flest ríki þessa Yfirríkjabandalags, fyrir utan þessi stórríki og nánustu ríkin þar í kring, því þau skirrast ekki við að beita Bandalaginu miskunnarlaust til að verja sérhagsmuni sína og sinna, þó þau þurfi að traðka á öðrum innan eða utan Bandalagsins.

Minnir óneitanlega mikið á SVÍNIN í Animal Farm, "fyrirmyndarríki" dýranna !

Gunnlaugur I., 26.3.2010 kl. 12:36

2 identicon

Mér finnst gaman af að lesa bloggið og athugasemdina.

Þetta er ekki eins alvarlegt eins og þið haldið.  Evran er ekki dauðvona.

Hvernig væri að kynna sér evruna og ESB með því að flytja til ESB-lands?

Ég hef búið þar síðan 2001.  Það er ekkert að drepast og allt í volæði.

En miðað við bloggheima þá er allt í rusli.

Til þess að jafnrétti sé líka á Íslandi, viljið þið þá ekki jafna þingmannafjöldi eftir kjördæmum án þess að taka tillit til íbúafjölda?

Á Lúxemborg að hafa sama vægi í ákvarðanatöku og Þýskaland?

ESB er ekki paradís!!!  Eftir að Adam beit í eplið, þá hefur ekki verið paradís á jörð.  Það er því hægt að tala illa um ESB, raunar er hægt að tala illa um öll lönd í þessum heimi nema kanski fyrirmyndarríkið Ísland.

ESB færir Ísland nær hinum Evrópuríkjunum.  

En eins og alltaf, þá er ekki lausnin að ganga í ESB og þá sé allt í gúddí.  

Ísland verður að vinna í sínum málum.  Það er spurning hvort að það sé ekki betra í samvinnu með öðrum evrópskum þjóðum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 14:13

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þarft ekki að leita langt yfir skammt Stefán. Sjálfur hef ég búið í ESB ríkjum í 4 ár, fyrst í Bretlandi og nú á Spáni.

Hef kynnt mér þetta vel og vandlega og var í fyrstu frekar hlynntur þessu samstarfi Evrópuríkjanna. En með samrunaáætluninni, Lissabon sáttmálanum og ýmsu fleiru sem allt miða að því að draga úr beinu lýðræði og færa sífellt meiri og meiri völd í hendur cómmízar ráðana því andsnúnari hef ég orðið þessu ómanneskjulega yfirþjóðlega regluverki og öllum þeirra tilskipunum.

Ísland á að halda sig utan við þennan ólýðræðislega spillingarvef sem ESB er orðið. 

Gunnlaugur I., 26.3.2010 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband