Fimmtudagur, 25. mars 2010
Fageðjót í ráðherrastól
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir Seðlabankann prýðisstofnun en að stjórnmálamenn hafi í 70 ár misþyrmt krónunni þannig að hún sé ónýtur grunnur fyrir efnahagslífið. Yfirlætið í orðum viðskiptaráðherra ber með sér að hann telji sig þess umkominn, væntanlega í krafti hagþekkingar, að setja ofan í við hvernig lýðveldið hefur verið rekið frá stofnun.
Drýldni ráðherrann sesti í dómarasæti yfir tveim kynslóðum stjórnmálamanna sem voru í forsvari fyrir þjóðina á þeim tíma sem hún tók stökk úr torfbæjum í nútímann. Lýðveldið hefur búið þegnum sínum lífskjör sem mælast með þeim bestu í heimi.
Eðjótískur samanburður á verðgildi íslensku krónunnar og þeirrar dönsku dregur fjöður yfir þá staðreynd að kaupmáttur launa hér á landi stenst samjöfnuð við kaupmátt danskra launa. Ennfremur að við höfum notað krónuna sem sveiflujöfnunartæki til að komast hjá atvinnuleysi.
Gylfi kann ekki pólitík og akademískar hagfræðiæfingar eru ekki sniðugar fyrir mann í hans stöðu.
Gylfi: Þurfum traustari grunn en krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg viss um að Norðmenn mundu afgreiða þennan Gylfa með athugasemd sem stundum heyrist hjá þeim: kommen ud av en mörke dal.
Robert (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 23:54
Það er líka hörmulegt og hrein niðurrifsstarfsemi að einn æðsti valdamaður landsins á sviði peningmála,
Skuli leyfa sér að nota hvert tækifæri sem honum gefst opinberlega til þess að níða krónuna niður og sífra um það að við verðum að taka upp annan gjaldmiðil sem fyrst.
Svona niðurrifsstarfsemi virkar illa inná við þ.e. sem skilaboð til þjóðarinnar en enn verr útá við til annarra þjóða og fjámálalífsins þar.
Króna er okkar löglegi og eini gjaldmiðill og okkur ber auðvitað að verja hann með öllum ráðum og við komum til með að verða með krónu í mörg, mörg ár enn hvernig sem allt fer.
Það gæti komið til álita einhverntímann í nánustu framtíð að við skiptum um gjaldmiðilsform eða tækjum upp myntsamstarf við aðrar þjóðir í einhverju formi.
En svona ábyrgðarlaust hjal jaðrar við að flokkast undir hreina landráðastarfsemi !
Gunnlaugur I., 26.3.2010 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.