Fimmtudagur, 25. mars 2010
Samfylkingin efnir til fasisma
Samfylkingin bjó til leikrit á alþingi með það markmið að fá fasíska umræðu um mismunun gagnvart útlendingum. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar og Árni Páll Árnason ráðherra sama flokks bjuggu til orðaskipti þar sem Fjölskylduhjálp Íslands var undir rós sökuð um fasisma.
Augljóst er hvers vegna Samfylkingin efnir til fasískrar umræðu. Málefnalega er flokkurinn ráðþrota og er tilbúinn að kveikja elda í samfélaginu til að draga athyglina frá ríkisstjórnarnefnunni sem flokkurinn leiðir.
Samfylkingin er til vansa fyrir íslenskt samfélag.
Ásgerður: Jafnvel mistök hjá mér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir eru þó betri en Sjálfstæðisflokkurinn þótt það sé ekki mikið til að vera stoltur af. :D
CrazyGuy (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 12:35
Ef ekki má afgreiða aldrað fólk, öryrkja og mæður með ung börn á undan fílhraustum byggingaverkamönnum, þótt Pólskir séu, þá er búið að snúa allri sanngirni á haus. Á að láta þurfandi fólk gefast upp í biðröðum eftir nauðsynjum, til að uppfylla öfugsnúin sósíalistisk sjónarmið ?
Þessi viðbrögð Sossanna eru hins vegar dæmigerð fyrir þetta heimska og duglausa lið sem Samfylkingin hefur hrúgað inn á Alþingi. Þeir hafa ekki fyrir að kynna sér málavexti en hlaupa til vegna upploginna frétta í svonefndu Fréttablaði.
Sossarnir eru eins og rottuhópur sem fyrir tilviljun hefur komist upp úr skolp-ræsum borgarinnar. Landsmenn krefjast kosninga svo að hægt sé að reka rotturnar aftur ofan í jörðina. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Árni Páll Árnason skilja eftir sig óþrif hvar sem þau fara.
Loftur Altice Þorsteinsson, 25.3.2010 kl. 12:53
Hinni mjög svo umdeildu Ásgerði verða á mistök sem hún játar, hvern andskotann kemur það Samfylkingunni við Páll, ertu með SF alveg á heilanum eða hvað ?
Skarfurinn, 25.3.2010 kl. 12:57
Og enginn minnist töluna 500 !! fjölskyldur ???
Kristján Hilmarsson, 25.3.2010 kl. 13:22
Ég hef nú komið með vörur bæði til Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur á miðvikudagsmorgnum og hef séð fólk standa í röðum þar löngu fyrir hádegi til að komast að. Ég held að mörgu fólkinu líði mjög illa að standa í röðum og sækja sér mataraðstoðar fyrir fjölskylduna, þótt það sé alltaf einn og einn finnst þetta alveg sjálfsagt að fá smá frítt fæði.
Það er nú alveg sjálfsagt mál að einstæðar mæður, fjölskyldufólk, elli- og öryrkjar fái forgang fram yfir einstæðinga. En þjóðerni á auðvitað ekkert að skipta máli.
Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 13:34
Ekki það nei ! Einmitt ráðherranum tókst nefnilega að beina athyglinni og umræðunni snarlega frá þeirri staðreynd að Fjölskylduhjálpin hefur aðein úr 4 mill. að spila og aðsóknin, þennan dag var 500 fjölskyldur, ÞAÐ ER MÁLIÐ !!
En ekki leggja öðrum til "rasisma" að ósekju.
Kristján Hilmarsson, 25.3.2010 kl. 13:34
Og varðandi töluna 500 fjölskyldur að þá var það bara hjá Fjölskylduhjálpinni. Svo var örugglega annað eins hjá Mæðró og slatti hjá hjálparstarfi kirkjunar.
svona 1000-1300 fjölskyldur.
Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 13:35
@Loftur Altice
"Sossarnir eru eins og rottuhópur sem fyrir tilviljun hefur komist upp úr skolp-ræsum borgarinnar."
Þá er nú munur að lesa svona leiftrandi rökleiðslur eftir þig.
Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 15:52
Ganga börn, gamalmenni, sjúkir og fatlaðir ekki fyrir þar sem einhverskonar neyðar skömmtun eða flótti er um ræða? Þó það nú væri að slíkt gildi í tilfelli þar sem er verið að útbýtta matargjöfum sem einhverju öðru þegar ástandið er vont. Maður getur ekki farið um borð í flugvél án þess að sama regla gildir. Yfirleitt er það ekki gert í neyð. Baugsfylkingin hlýtur að geta nýtt sér þá mismunun og jafnvel fasisma, þar sem stór hluti farþega eru útlendir.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 16:31
Ég vil vekja athygli manna á mjög svo málefnalegri færslu Lofts Þorsteinssonar. Við lestur þessarar færslu, þakkar maður fyrir að ekki séu margir svona menn til.Ég get ekki betur séð en maðurinn sé fársjúkur og þarfnist innlagnar ekki seinna en strax.
Önnur eins sóðaskrif sjást ekki oft, og skrifin frá honum.
Sveinn Elías Hansson, 25.3.2010 kl. 16:48
Það er athyglivert að sjá að Sossarnir eru ekki allir gengnir af trúnni. Þeir Arnar og Sveinn Elías halda uppi vörnum, en hvað hafa þeir að segja um frammistöðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur og Árna Páls Árnasonar. Eru þeir ekki sammála mínu mati að:
Loftur Altice Þorsteinsson, 25.3.2010 kl. 17:04
Þetta er galin umræða. Ef sjálfboðaliðar úti í bæ þurfa að halda uppi góðgerðastarfsemi til þess að styrkja þá sem bágast eru staddir, þá er algjört lágmark að viðkomandi (jafnt þeir sem leggja til framlögin og sjálfboðaliðar sem þar starfa) geti leyft sér að meta og láta þá ganga fyrir sem bágast eiga.
Sé þingmönnum misboðið þá mega þeir einfaldlega stofna sín eigin góðgerðafélög. Það situr síst á þeim að gagnrýna þá sem þó eru að reyna að létta undir með lítilmagnanum!
Kolbrún Hilmars, 25.3.2010 kl. 18:56
Kolla sagði allt sem segja þarf um þetta mál.
PS: Páll, takk fyrir komuna og skemmtilegt spjall, sjáumst kannski eftir helgina
(IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 18:59
"Sossarnir eru eins og rottuhópur sem fyrir tilviljun hefur komist upp úr skolp-ræsum borgarinnar. Landsmenn krefjast kosninga svo að hægt sé að reka rotturnar aftur ofan í jörðina. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Árni Páll Árnason skilja eftir sig óþrif hvar sem þau fara."
Ekkert skil ég í Sjálfstæðismönnum að velja Loft Altice ekki í forustusveit flokksins! Og þó, þeir þekkja óþrifin sem Loftur nefnir. Það skýrir líklega höfnunina!
"Samfylkingin er til vansa fyrir íslenskt samfélag" segir síðuhöfundur. Sé svo er hún fjarri því að vera ein um það.
Björn Birgisson, 25.3.2010 kl. 19:24
Mikið er þetta ósmekklegt blogg!
Valsól (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 19:35
"Samfylkingin er til vansa fyrir íslenskt samfélag" segir síðuhöfundur. Er hann þá að vísa til þeirra 55,758 Íslendinga sem kusu Samfylkinguna síðast? Bláherinn fékk aðeins 44,371 atkvæði, eðlilega, eftir að hafa lengi verið til vansa fyrir íslenskt samfélag.
Björn Birgisson, 25.3.2010 kl. 20:04
Er ekki frábært fyrir þig Páll, að hafa aðgang að svona fjölföldunar-vél eins og Birni Birgissyni ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 25.3.2010 kl. 21:04
Âhugaverðar umræður. En í kvöldfréttum ríkisútvarpsins var greint frá því að fyrir ári síðan hefðu 200 manns verið að þiggja aðstoð fjölskylduhjálparinnar en nú 500.
150% aukning á einu ári. Það bendir til þess að skjaldborg ríkisstjórnarinnar sé ekki að virka.
Hreinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 21:29
Loftur minn kæri og orðprúði maður! Páll hefur engan sérstakan aðgang að mér, umfram þann aðgang sem ég hef að honum. Þú átt mjög erfitt með að sitja á þínum ósvífna og ósmekklega strák þegar þú tjáir þig um pólitíska andstæðinga. Einhver mundi segja að orðalepparnir þínir væru hreint út sagt viðbjóðslegir, en þú kippir þér ekkert upp við það, flugnavinurinn sjálfur! Tilgangurinn helgar jú meðulin hjá sumum! Athyglisvert að þú skyldir sogast inn á þessa færslu, með fasismann í fyrirsögn. Tilviljun?
Björn Birgisson, 25.3.2010 kl. 21:30
Hvað var það sem sogaði þig inn í þessa umræðu, minn kæri Björn ? Ætlaðir þú að halda uppi vörnum fyrir skammarlega framgöngu ráðherrans Árna Páls Árnasonar, eða þingkerluna Þórunni Sveinbjarnardóttur ? Ég skil vel að þú hefur gleymt varnarræðunni
Loftur Altice Þorsteinsson, 25.3.2010 kl. 21:57
Þau ættu að mæta næst miðvikudag og vinna sjálfboðaliðastarf við hliðina á þessu góða fólki sem er að útbýta vörum sem þau hafa safnað.
Ef ekki, - ættu þau etv. að halda kjafti.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 22:09
Loftur minn, þetta mál, sem færsla Páls snýst um, er ein allsherjar vitleysa og að taka þetta upp á Alþingi er þeim sem það gerðu til lítils sóma. Fólk, sérstaklega þingmenn, verður að kynna sér málin til hlítar, áður en það fer að gaspra eitthvað um þau. Alþingi hefur væntanlega margt betra við sinn tíma að gera en að eyða orðum að svona bulli. Þetta er nú mín varnarræða!
Björn Birgisson, 25.3.2010 kl. 23:30
Loftur þessi er einhver mesti sóðaskrifari á þessu bloggi.
Frægt var um daginn þegar hann GRENJAÐI yfir því að Egill Helgason henti honum út fyrir sóðaskrif, en þá var hann nýbúinn að henda mér út fyrir að vera ekki sammála honum, og væntanlega mikil sóðaskrif að hans mati.
En menn eins og hann eiga ekki að vera að skrifa á bloggið ef þeir geta ekki tekið gagnrýni.
En karlanginn áttar sig ekki á því að það er hlegið að honum mjög víða.
Sveinn Elías Hansson, 26.3.2010 kl. 01:48
Sveinn Elías áttar sig ekki á hvað hann sjálfir hlýtur að vera mikill ritsóði, first jafnvel ég sem mörgu er vanur, varð að kasta sóða-pésanum út.
Það sem þó bagar Svein Elíast mest er að hann getur ekki tekið þátt í rökræðu eins og venjulegt fólk, heldur hefur hann strax skítkastið um leið og hann mætir á vettvang og heldur því áfram þar til hann er kominn upp fyrir haus í mykjuhauginn. Hann ætti að varast að hreyfa sig úr haugnum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.3.2010 kl. 08:00
Loftur karlinn.
Af skrifum þínum að dæma hér að ofan, hefur þú ekki minnstu hugmynd um það hvað rökræður eru, eða þá skítkast.
Að kalla annað fólk rottur, segir mest um sjálfan þig og hversu hugsjúkur þú ert.
Sveinn Elías Hansson, 26.3.2010 kl. 23:14
Njóli móðgast auðvitað ef ég kalla hann illgresi, en langt er í að hann geti talist nytjajurt. Hann tekur greinilega til sín, það sem ég sagði um Sossana:
Af sinni eigi reynslu fullyrðir hann að Sossarnir séu rottur. Það eru hans orð en ekki mín.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.3.2010 kl. 00:33
Loftur Altice leggur sitt af mörkum til að viðhalda orðræðu bloggsins í skólpræsinu. Greinilegt að hann er ekkert á leið upp úr sínu andlega skólpi.
Skeggi Skaftason, 27.3.2010 kl. 12:05
Forstöðukona Fjölskylduhjálparinnar gerði sig seka um mistök. Á það hefur t.d. flokkssystir Lofts Altice Þorsteinssonar, Jórunn Frímannsdóttir bent, hún brást skjótt við og sagðist ætla að athuga þetta vel og að aðskilnaður á grunvelli þjóðernis í úthlutun á aðstoð væri ekki liðinn.
Það getur verið eðlilegt að bregðast við aðstæðum og forgangsraða í biðröðum, t.d. hleypa konum, öldruðum, hreyfihömluðum fram fyrir fríska einhleypa karlmenn. En að gera það EINGÖNGU á grundvelli þjóðernis, eins og gert var, er rangt. Lesið t.d. góða grein Pavels Bartozek í Fréttablaðinu í gær.
Einar Karl, 27.3.2010 kl. 12:15
Ekki eru allir fullir samúðar með erfiðleikum aldraðra, öryrkja og mæðra með smábörn. Samúð mín er með þessu fólki, en hér skríður fram hópur fólks sem er annars sinnis. Ég fæ ekki betur séð en þetta sé svonefnt vinstra lið.
Páll Vilhjálmsson, ég og fleirri hafa gagnrýnt Alþingismennina Árna Pál Árnason og Þórunni Sveinbjarnardóttur fyrir upphlaup á Alþingi, vegna málsins. Þau höfðu ekki fyrir að kynna sér málsatvik, eða þau bera hag full-frískra karlmanna meira fyrir brjósti en aldraðra, öryrkja og mæðra með smábörn.
Sossarnir og fylgihlutir þeirra úr röðum VG mega atast í mér, ef það þjónar lunderni þeirra. Hins vegar mun ég ekki skipta um skoðun þess vegna. Ég mun halda áfram að fara eins niðrandi orðum um rottu-gengið og ég get, á meðan afstaða þessara Alþingismanna heldur áfram að vera andstæð hagsmunum þess fólks sem lakast stendur í samfélaginu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 27.3.2010 kl. 13:16
Loftur, ég sé ENGAN hér í kommentunum vera á móti því að hleypa öldruðum, öryrkjum og mæðrum með börn fram fyrir fríska karlmenn. Leiðréttu mig, ef þú telur mig hafa rangt fyrir mér.
Er það ekki annars rétt munað að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ENGAR skattahækkanir, heldur MEIRI niðurskurð og hagræðingu hjá ríkinu? Hvernig átti sá aukin niðurskurður EKKI að bitna á þeim sem lakast standa í samfélaginu, sem eru þeir sem helst þurfa á að halda þjónustu hins opinbera?
En endilega, haltu áfram að fara eins niðrandi orðum og þú getur um pólitíska andstæðinga þína. Það tryggir það fullvíst að ekkert mark er tekið á neinu sem þú segir.
Skeggi Skaftason, 27.3.2010 kl. 14:38
Mikið er nú ánægjulegt að sjá wannabí formann Sjálfstæðisflokksins verja wannbí pólitíkus Samfylkingarinnar.
Annar er reikull í trúnni, hinn kemur til hjálpar.
Haltur leiðir blindan.
bugur (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 17:46
"t.d. hleypa konum, öldruðum, hreyfihömluðum fram fyrir fríska einhleypa karlmenn"
Merkilegur fír þessi Einar Karl, nú er semsagt ekkert mál að mismuna svo framarlega sem mismununin er gerð eftir pólitískri rétthugsun. Svo segir mannvitsbrekkan "En að gera það EINGÖNGU á grundvelli þjóðernis, eins og gert var, er rangt" En samkvæmt mannvitsbrekkunni er ekkert mál að mismuna á grundvelli kynferðis, svo framarlega sem það eru karlmenn sem sæta mismunun. Svona dúdda þurfum við í stjórnkerfið, suaðheimsk fífl sem mismuna fólki eftir kynferði, en láta auðvitað aldrei standi sig að því að mismuna eftir þjóðerni. Vá, talandi um heimsku og skítlegt eðli!!
bjarni (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 23:28
Hver var nú að kalla fólk rottur.
Var það ekki Loftur .Að svona menn eins og hann skuli vera til er skömm fyrir mannkynið.
Sveinn Elías Hansson, 28.3.2010 kl. 03:53
Þessi Loftur, þarfnast hjálpar.
Sveinn Elías Hansson, 28.3.2010 kl. 03:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.