Miðvikudagur, 24. mars 2010
Vaxtalækkun kemur í bakið á ASÍ
Alþýðusambandið tók þátt í síbylju atvinnurekenda að hröð vaxtalækkun væri forsenda endurreisnar efnahagskerfisins. Það er rugl vegna þess að ekki var búið að ormahreinsa atvinnulífið af útrásarekstri. Vextir eru ein leið til að skilja hafrana frá sauðunum í atvinnurekstri (og raunar heimilarekstri).
Holskefla hækkana ýtir upp verðbólgu sem mun hækka húsnæðislán og önnur lán tengd vístölu. Krónan veikist og þar myndast nýr hvati til verðbólgu.
Sparifjáreigendur horfa upp á peningana sína brenna á reikningum sem bera lægri vexti en nemur verðbólgu.
Alþýðusambandið átti aldrei að láta hrunverjana í SA teyma sig út vaxtalækkunarvitleysuna.
Gagnrýnisvert hvernig fyrirtækin hegða sér" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nei vextirnir í dag eru böl samfélagsins.
þegar þú leggur pening inn í banka hvert fer hann? bankarnir hafa engan stað annan til að leggja peninga til frekari ávöxtunar en að leggja þá í seðlabankann. og hvar fær seðlabanki Íslands pening til að borga vexti? peningarnir koma allir frá almenngi og fyrirtækjum. þessir háu vextir eru rán á þjóðinni til þess að borga undir fjármagns eigendur.
Fannar frá Rifi, 24.3.2010 kl. 12:29
Skilja Sauðina frá Höfrunum? Þú hefur oftast rétt fyrir þér en ekki núna. Allir hagfræðingar í heimi hafa ráðlagt 0 vexti á meðan dýfan gengur yfir. Peningar hlaðast upp í bönkum, atvinnulífið hrynur og heimilin veslast upp. Ríkisákvarðaðir vextir hafa svipuð áhrif og skattar fyrir heimilin.
Marat (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 12:42
Þú misskilur samband vaxta og verðbólgu eins og staðan er í hagkerfinu í dag. Það er verið að skuldbreyta lánum fyrirtækja í krónur og fyrirtæki eru meira og minna að byrja að borga stýrivexti seðlabankans í dag og mun aukast eftir því sem tíminn líður (nýjar reglur SB. refsa bönkum fyrir að lána fyrirtækjum í erlendri mynt sem hafa tekjur í krónum). Þessi himinhái vaxtakostnaður er að fara beint út í verðlagið eða setja fyrirtæki á hausinn eftir atvikum. Svo þarf ekki að benda á að krónan hefur ekki verið að veikjast uþb seinasta hálfa árið, enda hafa vextir ekkert með gengi krónuna í þessum höftum að gera, nema þá heldur að lægri vextir minnka vaxtagreiðslur til útlendinga sem styrkir krónuna.
Þannig að sem fyrr misskilur þú þetta algjörlega með vexti og verðbólgu en ég skil vel að þú og aðrir fjármagnseigendur séuð svekktir yfir að fái ekki hærri vexti á bankabókinni - Life's a bitch !
Agnar (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 10:11
Sæll Páll,
Þú ert greinilega þjáður af einhverskonar vaxtamasókisma. Hvaða sparifé er það sem "brennur upp" í okkar verðtryggða samfélagi ? Stór hluti einstaklinga og fyrirtækja hér eru auðvitað ekki að greiða neina vexti heldur safna þeim upp og fá afskriftir.
Arnar Sigurðsson, 25.3.2010 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.