Afútrásun bankakerfisins er óunnið verk

Stærstu efnahagsglæpir útrásarinnar voru framdir í bankakerfinu. Dýrustu mistökin voru sömuleiðis gerð í fjármálastofnunum, nægir þar að nefna Icesave. Eftir hrun og gjaldþrot bankanna tóku nýir eigendur við, sem fæstir vita hverjir raunverulega eru, en stjórnendahópurinn að frátöldum sjálfum bankastjórunum stýrir enn daglegri bankastarfsemi.

Afútrásun bankakerfisins er óunnið verk. Hingað til hafa verið gerðar reddingar til að bankastarfsemin haldi áfram. Augljóst er að djúptækt inngrip þarf í rekstur bankanna og lög og reglugerðir sem í gildi eru um þessa starfsemi.

Bankarnir nýju hafa sýnt sig ónæma fyrir almennum siðferðiskröfum en það var einmitt siðblindni þeirra sem olli hruninu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma íslenskum ráðamönnum og embættismönnum, eða þá stofnunum eins og Seðlabanka og FME. Með kunnáttuleysi og ofurtrú á hina ósýnilegu bláu hönd þá létu þeir allt reka á reiðanum og því fór sem fór, eins og rannsóknarskýrslan mun vafalaust draga fram.

Rótin að þessu öllu er hugsunarhátturinn: ef það er monnípeníngur í spilinu þá hlýtur það að vera gott. Þennan hugsunarhátt þarf að kveða í kútinn og þá kannski kviknar á siðferðisvitundinni í framhaldinu.

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband