Drullusokkarnir hans Einars Kára

Einar Kárason rithöfundur skrifar grein um Icesave-reikningana og á honum er að skilja að Íslendingar séu drullusokkar að borga ekki ríkissjóðum Bretlands og Hollands sem tóku einhliða ákvörðun um að greiða út ábyrgðir á sparifjárreikningum Landsbankans.

Yfir vötnum röksemdafærslu Einars Kára svífur sá andi að viljum við vera þjóð meðal þjóða verðum við að greiða kröfu Breta og Hollendinga. Að öðrum kosti séum við drullusokkar.

Erlendir dálkahöfundar hafa velt fyrir sér hvernig því yrði tekið ef breskur almenningur fengin reikninginn fyrir gjaldþrot bresks banka í Asíu. Spurningin er til að sýna fram á fáránleika kröfu Breta og Hollendinga.

Drullusokkarnir eru ekki íslenskur almenningur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Páll.

Ja eða skattgreiðendum í Bandaríkjunum yrði sent tap Breta og Hollendinga vegna falls Lehmanns bankanns eða svika og pretta fjárglæframannsins Maddofs.

Ég neita líka að vera einn af drullusokkunum sem Einar Kára bendir á.

Gunnlaugur I., 21.3.2010 kl. 18:54

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu eru Breta ekki að fá reikninginn vegna gjaldþrots Íslensks banka á Íslandi. Þetta var jú útibúi sem m.a. var notað til að afla peninga í endurfjármagna lán Landsbankans sem og í lánastarfsemi hér á landi. Því er þetta skrýtin röksemdarfærsla. Enda fengu Bretar að bera ábyrgð á Kaupþing og Glitni í London þar sem það voru dótturfélög.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.3.2010 kl. 19:02

3 identicon

Drullusokkarnir eru auðvitað ekki íslenskur almenningur, heldur ráðherrar og embættismenn sem hafa gefið ítrekuð loforð í nafni íslensku þjóðarinnar allt frá því stofnað var fyrst til Icesave reikninganna 2006 eða 7. Þegar þeir reynast hins vegar drullusokkar, lygalaupar og undanbragðamenn með því að vilja ekki standa við það sem lofað var, þá fer hins vegar ekki hjá því að orðspor þeirra smiti yfir á islenskan almenning, mig og þig Páll.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 19:18

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Grein Einars Kárasonar er vel skrifuð eins og hans er vandi.

Sláandi eru þó hvað þeir hollensku gáfu sér hvað varðaði Icesave lánareikningana, allra helst þó þetta með ríkisábyrgðina. Þar hefur heldur betur verið logið að þeim. Að auki ættu Hollendingar, ESB þjóðin sjálf, að vita betur um reglur sambandins.

Að auki ættu hollendingarnir sem koma hingað á hverju ári að vita það að 320 þúsund manna þjóð, þar sem a.m.k. helmingurinn er börn, gamalmenni, óvinnufærir og atvinnulausir, hefur enga burði til þess að standa undir ríkisábyrgð af þessu tagi.

Hollenskir sparifjáreigendur hefðu betur valið tyrkneska bankann!

Kolbrún Hilmars, 21.3.2010 kl. 19:32

5 identicon

Það er spurningin hvort að 98.2% þjóðarinnar, eða 1.8% eru drullusokkarnir hans Einars Kárasonar?  Amk. hefur hlédrægnin og minnimáttarkenndin ekki þvælst fyrir drullusokknum honum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 19:43

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sem sagt; sósíalismi fyrir útrápsliðið sem gat aldrei neitt og kunni ekki neitt, bankabullur á svelli, einn rithöfund og fjáfestingarfélög með eitt visið hálmstrá í heila stað.

En íslenskur almenningur verður því miður að gera sér að góðu gamaldags kapítalisma. Það var lagið herra rithöfundur. Brilliant!

Er skrítið að landið okkar gjósi. Þetta kallar maður að lýsa vanþóknun og frati svo um munar. Take that vesalingar!

Humpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 21.3.2010 kl. 19:57

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála þessu, finnst ekki flott að kalla almenning drullusokka og allra síst í þessu tilfelli, þó saga hollensku hjónanna sé döpur.

Ég hef líka séð alltof mörg dökk íslensk augu brostinna vona.

Eftirlaunaþegar, sem mér finnst erfiðast að horfast í augu við
vegna þess að tími þeirra til einhverrar endurreisnar er skammur og tekjur rýrar. Jafnaldrar, sem samkvæmt aldri og fyrri störfum ættu nú að fara að taka lífinu léttar og sitja amk í skuldlausri eign, unga fólkið, sem er ráðvillt og reitt en innst inni finnst mér að þeirra staða sé best þegar allt kemur til alls, þó horfur séu dökkar til skamms tíma.

Að allt þetta ofangreint fólk, skuli þurfa að skammast sín gagnvart fólki í Hollandi í samskonar stöðu, er mér fyrirmunað að skilja. Við getum ekki borið sjálfseignarábyrgð á samningum, sem við aldrei sáum, né vissum um.

Sat athyglisvert kvöldverðarboð í vikunni þar sem 20 manna hóp var róterað í sætum, milli rétta. Þannig var hægt að ná tali af sem flestum.
Þegar ég settist hjá „Godfather“ í forensic accounting ættaðan frá Hollandi og hann vissi að ég var frá Íslandi, snerust umræður um ekkert annað en það! Kaustu spurði hann, já og ég sagði nei, gott, það hefði ég líka gert svaraði hann.

Við megum alls ekki taka þessar hörmungar sem dunið hafa yfir sparifjáreigendur um allan heim, persónulega og allra síst að við berum persónulega ábyrgð, á þeim hluta sem kenndur er við græðgishólista og glæframenn, sem einkaráku íslensku bankana á erlendri grundu.

Við erum öll fórnarlömb, og ég hef ekki hitt einn einasta Hollending eða Breta hér sem lítur á íslenskan almenning og skattpeninga þeirra, sem vonda og siðlausa karlinn sem neitar að borga.

Hér er um prinsipp mál að ræða, og í okkar 300.000 manna þjóðfélagi dýrt prinsipp mál. Þurfum að standa klár á því, en getum samt og munum finna til samkenndar gagnvart öllum þeim sem hafa tapað öllum sínum tárogsvitastrokknum peningum til efri ára.

Kitlar ekki einu sinni í tárakirtlana, þegar fjárrónar bera það á borð að þeir hafi „tapað“ öllu „sínu“.


Svona er maður grimmur innst við beinið.
 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.3.2010 kl. 20:01

8 identicon

Þetta er allt að reddast.  Ögmundur og Liljurnar ætla að ganga til liðs við Hreyfinguna og koma Íhaldinu og Framsókn aftur til valda.

Hann hefur töluvert dálæti á þeim og það er gagnkvæmt. 

Þannig nær Ögmundur þeirri óskastöðu að komast í ráðherrastól á ný og gefur uppáhaldsstjórmálamanni sínum, Sigmundi Davíð, tækifæri á ráðherrastóli líka. 

Og sjá! Það verður fullkomnaður sigurinn yfir bretum og hollendingum og heimsbyggðinni allri.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 22:36

9 identicon

Þetta mál verður að taka úr höndum pólitíkusa, þetta mál er glæpamál, þar eru pólitíkusar samsekir, þessvegana vilja þeir fyrir alla muni mixa þetta einhvernveginn ofaná almenning, til að sleppa fyrir horn sjálfir. Þessvegna verður þetta mál að fara fyrir dóm, og fá þar faglega meðferð sem hvert annað glæpamál, þar kemur í ljós hvort, og hverjir séu sekir, ásamt því hverjir eiga að borga, og hve mikið. Pólitíkusar hafa ekki hundsvit á glæpamálum.  Það virðist samt auðséð hvað þeim gengur til, með að ráðskast með málið.

Robert (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband