Evrópuvæðing, Grikkland og Ísland

Bankahrunið varð verra og illskeyttara á Íslandi vegna þess að samevrópskur bankamarkaður var illa þróaður og bjó að lélegu regluverki. Icesave-hluti hrunsins var eingöngu vegna evrópsks regluverks sem í einn stað bannaði ríkisábyrgð en í annan heimilaði óhefta útrás bankakerfis í einu landi til að herja á saklausra sparifjáreigendur í öðrum löndum.

Framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins tekur Ísland sem dæmi um öfgaafleiðingar af illa ígrunduðum tilraunum til að skapa sameiginlegan markað.

Strauss-Kahn og sjóðurinn hans eru í viðbragðsstöðu til að koma Grikklandi til bjargar sem er vegna frjálslyndra ríkisútgjalda og evru komið af fótum fram. Verði Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kallaður til að bjarga Grikkjum er evrusamstarfið í hættu og samrunaþróun álfunnar orðið fyrir áfalli.

Evrópuvæðingin eins og hún birtist annars vegar í Evrópska efnahagssvæðinu og hins vegar í Evrópusambandinu trosnar upp á jaðrinum.  Ísland átti ekkert erindi inn í samevrópskt bankakerfi og Grikklandi er illa þjónað með þátttöku í evrusamstarfinu.

 


mbl.is Hið sorglega dæmi frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evran hentar ekki nema í bezta falli kjarnaríkjum Evrópusambandsins, Þýzkalandi, Frakklandi og Niðurlöndunum eins og t.d. dr. Ottmar Issing, fyrrum aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins hefur bent á og benti á áður en yfirstandandi alþjóðleg efnahagskreppa skall á. En evrusvæðið er ekki grundvallað á efnahagslegu raunsæi heldur pólitík, evran átti að vera stórt samrunaskref. Öll skynsemi var fjarri góðu gamni þegar evrusvæðið var sett á laggirnar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.3.2010 kl. 12:52

2 identicon

Hið samevrópska bankakerfi gerði íslenskum bönkum kleift að starfa erlendis. Gallinn við regluverkið var að eftirlitið var í höndum heimaríkis viðkomandi banka. Það var hins vegar skortur á virku eftirliti FME og íslenska Seðlabankans sem olli því að Icesave reikningarnir lentu á þjóðinni.

Vitaskuld á að laga regluverkið og færa eftirlitið til ríkjanna þar sem starfsstöðvarnar eru. Það breytir því þó ekki að þú ert hér eins og aðrir vondir ræðarar að kenna árinni þegar illa gengur.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 14:26

3 identicon

Sammála Ómar.

Þegar einbeittur brotavilji er fyrir hendi, líkt og virðist hafa verið í Grikklandi og Íslandi, þá lenda menn í vandræðum.

Vandamálið er að glæpsamlegt athæfi í báðum löndum lendir á almenningi.

Það er auðvelt að kenna árinni um þegar ræðarinn kann ekki að róa.

SJ (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 21:28

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hvað segja Ómar og SJ um Írland og Lettland? Er einbeittur brotavilji víða?

Páll Vilhjálmsson, 20.3.2010 kl. 21:35

5 identicon

Páll, það skyldi þó aldrei vera.

Sá grunur læðist að mér að ástandið í Írlandi og Lettlandi sé viðráðanlegra en á Íslandi og Grikklandi.

En varstu þú ekki annars að tala um Grikkland og Ísland?

SJ (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband