OR var sparibaukur spillingarafla

Ef OR hefði verið rekið sem fyrirtæki í almannaþjónustu en ekki sparibaukur spilltra stjórnmálamanna og siðlausra útrásargemsa væri staða fyrirtækisins betri og orðsporið sömuleiðis. OR átti að verða féþúfa FL-group, Bjarna Ármanns, Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára.

Mennirnir sem stóðu að útrásarævintýri OR voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Björn Ingi Hrafnsson, sem sprengdi meirihlutann til að halda áfram spillingarförinni, og Guðlaugur Þ. Þórðarson sem flokksvæddi útrásina með  því að fá FL-group peninga í flokkssjóð Sjálfstæðisflokksins.

Ruglvæðingin í kringum OR er áminning um að almannafyrirtæki eiga ekki að vera í samstarfi við einkafyrirtæki um rekstur. Einföld sannindi.


mbl.is Tap OR 2,5 milljarður króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvar er þessi volaða þjóð stödd ? Eigum við okkur viðreisnar von ? Allt virðist halda áfram, óbreytt.

Finnur Bárðarson, 19.3.2010 kl. 15:35

2 identicon

Hverju orði sannara hjá þér Páll.

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 17:52

3 identicon

Rádamenn OR álitu sig hafa rúman fjárhag - til skamms tíma.  Ljósleidari og raekjueldi voru gaeluverkefni sem komu hlutverki OR ekkert vid, en voru mikil sóun almannafjár. Of mikid af peningum,  of mikid sjálfstraust og vankunnátta er ekki heppileg blanda fyrir almannafyrirtaeki.

Vilhjmur Gímsson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband