Þjóð í leit að svörum

Stórt svarhlutfall, um 40 prósent, gefur ekki upp afstöðu sína í könnun Fréttablaðsins. Þeir sem taka afstöðu segja í meginatriðum tvennt. Já, Sjálfstæðisflokkurinn er líklegur kostur og nei, við viljum ekki vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Þjóðin bíður eftir trúverðugum leiðum úr kreppunni og tilvísun um hvernig samfélag á að byggja upp á grunni hrunsins. Vinstri flokkarnir fengu tækifæri til að leggja línurnar en þeir klúðruðu því.

Vaxandi þyngd hlýtur að vera á þingkosningar og líkur á að vinstri flokkarnir gefi þeim kröfum gaum í ljósi fyrirsjáanlegs fylgishruns í sveitarstjórnarkosningunum.


mbl.is Ríkisstjórnin á að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á SjálfstæðisFLokkurinn engan sterkan foringja,ekki er Bjarni Ben trúverðugur sem leiðtogi þessa flokks.Flokkar eiga að heyra sögunni til á Íslandi.

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:53

2 identicon

Það er örugglega ekki auðvelt að svara í svona könnun,því það er ekkert val í boði allt þetta flokkadrasl er ekki með neina lausn á því vandamáli sem þarf að leysa sem fyrst.Ég held að það væri best að það væri hægt að skipa hlutlausa utanþingstjórn sem færi í það að byggja undirstöður fyrir nýtt land og koma hjólum lífsins í gang,því þessi ríkistjórn mun ekki gera neitt og ekki hinir heldur.

Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 12:08

3 identicon

HELGI víkur hér að kjarna máls.

Íslensku stjórnmálaflokkarnir eru rúnir öllu trausti.

Stjórnmálastéttin er fyrirlitin. 13% þjóðarinnar treysta alþingi.

Þar situr einstakt safn óhæfra karla og kvenna.

Ég held að íslenska flokkakerfið sé ónýtt.

Karl (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 12:16

4 identicon

40% af lesendum Fréttablaðsins eru með óbragð í munninum og hafa ekki lyst

á neinu sem í boði er. Af heildartölu allra sem spurðir voru eru aðeins 23%

sem styðja ríkistjórnina - og gera þarf ráð fyrir að hluti af því fólk les

eingöngu Fréttablaðið sem er afar hliðhollt ríkistjórninni .

Raunhæft er að áætla að ríkisstjórnin hafi nauman stuðning 13% kjósenda.

Ríkistjórnin á að segja af sér STRAX!

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 12:25

5 identicon

Það má nú alveg dusta rykið af ummælum Steingríms frá því í nóvember 2008 um fyrri stjórn:

"Ríkisstjórnin nýtur ekki trausts og hefur almenning ekki með sér. Hún er sundurþykk og hefur gerst sek um mikið aðgerðaleysi. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna" 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/24/hefur_almenning_ekki_med_ser/

Ófeigur (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 13:28

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta gæti líka bent til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé enn meira. Enginn skammast sín í símakönnun fyrir að segja að ríkisstjórnin sé duglaus. En sumir skammast sín ennþá fyrir að vilja hana ekki og vilja frekar fá borgaralegan flokk til valda aftur.  

Þetta er eins og með Moggann. Þeir fáu sem sögðu honum upp geta ekki beiðið eftir að fá að lesa hann þegar þeir koma í heimsókn til vina sem eru áskrifendur. Nei nei, ég er ekki áskrifandi, bara rétt að kíkja . .

"Já bíddu aðeins Sigga mín, ég ætla rétt að kíkja í blaðið á meðan þú hellir uppá kaffið. Svo gaman að sjá þig. . . fletta fletta . . lesa . . lesa . . "

Gunnar Rögnvaldsson, 19.3.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband