Fimmtudagur, 18. mars 2010
Draugar eiga Arion
Enn liggur ekki fyrir hverjir eiga Arion banka. Aðeins er látið uppskátt að kröfuhafar eigi bankann en það segir aðeins hálfa söguna. Kröfur í þrotabúið sem á Arion ganga kaupum og sölum. Upphaflegir kröfuhafar eru líklega löngu búnir að losa sig við verðpappíra tengdum Kaupþingi/Arion.
Þegar ekki liggur fyrir hverjir eiga Arion banka er hjákátlegt að láta í veðri vaka að stífar kröfur séu gerðar til stjórnarinnar um hæfi og getu til að stýra banka.
Draugarnir sem eiga bankann taka ákvarðanir og stjórnin er aðeins málpípa þeirra.
Ný stjórn Arion banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mætti metta marga svanga munna með launum þessa fólks! Við skulum vona að þau séu hætt með bleiju og snuð! M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.3.2010 kl. 20:54
Listinn sem er á Wikileaks sýnir eigendurna
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.3.2010 kl. 22:42
Hvaða fólk er þetta sem eru varamenn. Starfsheiti þeirra?
Veit það einhver?
Hamarinn, 18.3.2010 kl. 23:05
Allt uppi á borðinu ! Eða þannig...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.3.2010 kl. 02:42
Ég treysti ekki banka
Sigurður Haraldsson, 19.3.2010 kl. 02:48
Það þarf nú ekki annað en að googla nafnið Monica Caneman og upp kemur starfsferill þessarar frúar. Hvort hún sé verðugur bankastjóri eða ekki skal ég ekki dæma um. Hinsvegar þá hlýtur hún meira trausts en þeir kumpánar sem fyrr voru. Svíþjóð virðist bera hitann og þungann af Arion.
En að öllu gamni ósleptu, leitið og þér munið finna, að öllu gamni ósleptu þá virðist Svíþjóð koma sterkt inn.
Kv Axel
kv Axel Överby
Axel Överby (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 03:10
Það er talað um að einn úr skilanefnd er það guðfaðir Baugsklíkunnar.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.