Auðmenn, meðhlauparar og skýrslan

Hrunskýrslan væntanlega skiptir þjóðinni í tvær fylkingar þegar kemur að mati á niðurstöðu. Í fyrsta lagi er það meginþorri þjóðarinnar sem telur réttilega að auðmannagengið beri mesta ábyrgð á hruninu en þar á eftir stjórnsýslan, stjórnmálamenn og embættismenn, sem ekki reistu skorður við óhófi og yfirgangi útrásarauðmanna.

Í öðru lagi eru það auðmennirnir sjálfir og meðhlauparar þeirra sem rembast við að kenna stjórnvöldum almennt og Davíð Oddssyni sérstaklega um hrunið. Þessi hópur er lítill en hávær enda eru þar á fleti samfylkingarmenn, baugsmenn, hrunverjar úr röðum sjálfstæðismanna og margverðlaunaðir blaðamenn eins og reynir trausta og jóhann hauks.

Góða skemmtun.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég hugsa að þetta sé rétt skilgreining. Kæmi mér ekki að óvart að þetta verði vitur eftir á skýrsla.

Ragnar Gunnlaugsson, 16.3.2010 kl. 17:14

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála Páll.

Í stórum dráttum mun rauðglóandi hraunjaðarinn verða þarna. Við látum nú ekki stilla okkur upp í þessar raðir.

Gunnlaugur I., 16.3.2010 kl. 17:52

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Furðuleg skrif þín um eitthvað sem eru spádómar í besta falli. Þú ert í raun að segja að þú vitir allt fyrirfram og einnig hvernig allt muni þróast í umræðunni og hvernig þjóðin muni hugsa. Það er spurning hvort þú ert ekki nokkuð niðurstöðugjarn.

Heitir það ekki að vera „besservisser“ ?

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.3.2010 kl. 17:59

4 identicon

Og hvað skildi alfræðingurinn Hjálmtýr Heiðdal halda að gerist?  Að þjóðin fallist í faðma af gleði yfir niðurstöðunni?  Það sem Páll skrifar er svo augljóst að í raun þurfti ekki að skrifa um það.  Svona eins og á morgun kemur nýr dagur.

Ps.  Er eitthvað að frétta af Icesave tilboðinu "glæsilega" sem raðlygararnir Steingrímur og Jóhann lýstu sem ástæðu meints fáránleika þess að halda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem Hjálmtýr og fleiri auðtrúa tóku þau á orðinu með að óþarft var að taka þátt í 98.2% - 1.8% auðmýkingu allra tíma?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband